Hildur Árnadóttir (Vilborgarstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 29. ágúst 2015 kl. 17:31 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 29. ágúst 2015 kl. 17:31 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Hildur Árnadóttir''' frá Vilborgarstöðum fæddist 9. júlí 1873 á Vilborgarstöðum og lést 25. júní 1918.<br> Foreldrar hennar voru [[Árni Árnason...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Hildur Árnadóttir frá Vilborgarstöðum fæddist 9. júlí 1873 á Vilborgarstöðum og lést 25. júní 1918.
Foreldrar hennar voru Árni Árnason bóndi og sjómaður á Vilborgarstöðum, f. 6. ágúst 1843, drukknaði af bátnum Gauki 13. mars 1874, og kona hans Vigdís Jónsdóttir húsfreyja, f. 10. júní 1845, lést í Kanada 28. október 1925.

Systkini Hildar í Eyjum voru:
2. Ingveldur Árnadóttir, f. 28. júní 1867, d. 2. mars 1948 í Vesturheimi.
2. Árni Árnason sjómaður á Grund, f. 15. júlí 1870, d. 8. janúar 1924.
Hálfsystir Hildar, (sammædd), var
3. Jóhanna Sigríður Árnadóttir, f. 9. júlí 1864, d. 7. febrúar 1938 í Vesturheimi.

Faðir Hildar drukknaði, er hún var á fyrsta ári. Í lok ársins var hún með ekkjunni móður sinni í Vanangri, með henni í Helgahjalli 1875, í Kró 1876, á Löndum 1877, í Frydendal 1879 og þaðan fluttust mæðgurnar til Utah 1880.
Hildur giftist Ingimundi Jónssyni 1891 og bjó í Scofield þar sem hann vann við námugröft.
1903 fluttust þau til Raymond í Alberta í Kanada. Þau eignuðust 9 börn.
Hildur lést 1918 í Lethbridge í Kanada.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.