Guðríður Sigurðardóttir (Búastöðum)
Guðríður Sigurðardóttir frá Búastöðum fæddist 13. ágúst 1867og lést 1918.
Faðir hennar var Sigurður Torfason sjávarbóndi og hreppstjóri á Búastöðum, f. 14. febrúar 1822, d. 18. apríl 1870, og kona hans Guðríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 6. ágúst 1829, d. 15. ágúst 1867.
Móðir Guðríðar lést tveim dögum eftir að hún fæddist og faðir hennar lést 1870, er hún var 3 ára.
Hún var niðursetningur á Löndum 1870 hjá Helgu Árnadóttur húsfreyju og Sveini Þórðarsyni beyki, léttastúlka í Jómsborg 1880, vinnukona í Batavíu 1890.
Guðríður eignaðist barn með Helga Eyjólfi Jónssyni verslunarstjóra í Garðinum, síðar bankaritara í Reykjavík, f. 31. október 1852, d. 6. júní 1905.
Barnið var
1. Sigurður Helgason sjómaður í Götu f. 11. desember 1888 í Batavíu, d. 24. júlí 1935, hrapaði úr Miðkletti.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.