Jón Jónsson (Gjábakka)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 29. maí 2015 kl. 20:19 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 29. maí 2015 kl. 20:19 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Jón Jónsson''' frá Gjábakka fæddist 1781.<br> Foreldrar hans voru Jón Eyjólfsson undirkaupmaður, f. um 1745, d. um 1781,...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Jón Jónsson frá Gjábakka fæddist 1781.
Foreldrar hans voru Jón Eyjólfsson undirkaupmaður, f. um 1745, d. um 1781, og kona hans Hólmfríður Benediktsdóttir, f. 1745, d. 21. júlí 1784, dóttir sr. Benedikts Jónssonar á Ofanleiti.

Systkini Jóns voru
1. Þuríður Jónsdóttir húsfreyja á Voðmúlastöðum í A-Landeyjum, f. 4. janúar 1772, d. 11. maí 1833.
2. Anna María Jónsdóttir húsfreyja í Fljótsdal og Hlíðarendakoti í Fljótshlíð, f. 1776, d. 11. september 1836.
3. Sr. Páll Jónsson á Kirkjubæ, f. 9. júlí 1779, drukknaði 12.-15. september 1846.

Jón missti föður sinn á 1. ári. Líklegt má telja, að hann hafi flutt með móður sinni að Voðmúlastöðum í A-Landeyjum. Hún lést 1784. Etv. hefur hann vaerið í umsjá Þuríðar systur sinnar í Landeyjum. Til var Jón Jónsson 19 ára vinnumaður í Gularási í A-Landeyjum 1801.
Ekki er kunn ganga hans önnur en sú, að hann „sigldi“.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.