Vigfús Benediktsson (Ofanleiti)
Vigfús Benediktsson, Galdra-Fúsi, prestur, fæddist 1731, líklega á Felli í Mýrdal, og lést 15. febrúar 1822 á Hnausum í Meðallandi.
Foreldrar hans voru sr. Benedikt Jónsson prestur að Ofanleiti, f. 1704, d. 1781, og fyrri kona hans Hólmfríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. (1704).
Vigfús var með foreldrum sínum í æsku, lærði í Skálholtsskóla, varð stúdent 1754.
Hann varð sekur um barneignarbrot, fékk uppreisn og 1757 var lagt fyrir hann að taka við Stað í Aðalvík. Þar átti hann í erjum við suma sóknarmenn sína, einkum Hall á Horni.
Vigfús fékk Einholt á Mýrum í A-Skaft. 1775, Kálfafellsstað í Suðursveit 1787 og gegndi til 1802.
Hann „var mikill fyrir sér“ og kemur við þjóðsögur. (Sjá Íslenskar þjóðsögur og ævintýri. Jón Árnason). Hann var skáldmæltur.
Hann lést á Hnausum 1822.
I. Barnsmóðir og barn ókunn.
II. Kona hans, (1767), var Málmfríður Jónsdóttir húsfreyja frá Skinnalóni á Melrakkasléttu, f. 1731, d. 1813.
Börn þeirra, sem komust upp voru:
1. Kristján Vigfússon settur sýslumaður í A-Skaftafellssýslu, síðar bóndi og hreppstjóri.
2. Jón Vigfússon bóndi á Söndum í Meðallandi, kvæntur fyrr Kristínu Björnsdóttur húsfreyju, síðar Guðfinnu Ásmundsdóttur húsfreyju..
3. Margrét Vigfúsdóttir húsfreyja og ljósmóðir á Kálfafelli í Suðursveit, fyrr kona Guðmundar Brynjólfssona bónda, síðar kona Jóns Steinssonar yngri.
4. Kristín Vigfúsdóttir húsfreyja á Uppsölum í Suðursveit, kona Jóns Þórarinssonar bónda.
5. Hólmfríður Vigfúsdóttir vinnukona í V-Skaft.
Frekari lesning: Sigurður Ragnarsson:
https://halsor.wordpress.com/2009/04/07/sera-vigfus-benediktsson-1732-1822/
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1956.
- Sigurður Ragnarsson, https://halsor.wordpress.com/2009/04/07/sera-vigfus-benediktsson-1732-1822/
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.