Ísleikur Ólafsson (Kornhól)
Ísleikur Ólafsson sjávarbóndi fæddist á Voðmúlastöðum í A-Landeyjum 15. júlí 1850 og lést 17. desember 1923 Vestanhafs.
Foreldrar hans voru Ólafur Ísleiksson bóndi, f. 23. janúar 1820, d. 4. febrúar 1884, og kona hans Katrín Jónsdóttir húsfreyja, f. 19. júlí 1823 á Miðeyjarhólmi í A-Landeyjum, d. 3. nóvember 1897 á Kotvelli í Hvolhreppi.
Ísleikur var föðurbróðir Guðmundar Ingvarssonar verslunarmanns og Steins Ingvarssonar á Múla.
Ísleikur var með foreldrum sínum á Voðmúlastöðum í A-Landeyjum 1870, var vinnumaður í Núpakoti u. Eyjafjöllum 1880.
Þau Ísleikur og Elísabet voru vinnufólk í Mýrdal við fæðingu Karels 1881, hann á Felli, hún á Sólheimum. Þau fluttust úr Mýrdal að Kornhól 1882 með börnin Jón og Karel.
Jón dó úr barnaveiki 1882, Karl og Kjartan 1886.
Þau bjuggu í Kornhól 1883-1889, en fluttust til Utah 1890 með börnin Sigurjón og Karólínu Ingibjörgu.
Kona Ísleiks var Elísabet Eiríksdóttir húsfreyja frá Gjábakka, f. 17. júní 1849, d. 27. ágúst 1923.
Börn þeirra hér:
1. Jón Ísleiksson, f. 1880, d. 13. júní 1882 úr barnaveiki.
2. Karel Ísleiksson (einnig ritað Karl), f. 26. júlí 1882 á Sólheimum í Mýrdal, d. 20. júní 1886 úr barnaveiki.
3. Sigurjón Ísleiksson, f. 18. september 1884, d. 23. júní 1916.
4. Kjartan Ísleiksson, f. 7. júlí 1886, d. 15. júlí 1886.
5. Karólína Ingibjörg Ísleiksdóttir, f. 15. september 1887, d. 16. febrúar 1981.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.