Karólína Ingibjörg Ísleiksdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Karólína Ingibjörg Ísleiksdóttir frá Kornhól, síðar í Utah fæddist 15. september 1887 í Kornhól og lést 16. febrúar 1981 í Utah.
Foreldrar hennar voru Ísleikur Ólafsson bóndi, f. 15. júlí 1850 á Voðmúlastöðum í A-Landeyjum, d. 17. desember 1923 í Utah, og kona hans Elísabet Eiríksdóttir húsfreyja frá Gjábakka, f. 17. júní 1849, d. 27. ágúst 1937 í Utah.

Börn Elísabetar og Ísleiks hér:
1. Jón Ísleiksson, f. 1880, d. 13. júní 1882 úr barnaveiki.
2. Karel Ísleiksson, (einnig ritað Karl), f. 26. júlí 1882 á Sólheimum í Mýrdal, d. 20. júní 1886 úr barnaveiki.
3. Sigurjón Ísleiksson, f. 18. september 1884, d. 23. júní 1916.
4. Kjartan Ísleiksson, f. 7. júlí 1886, d. 15. júlí 1886.
5. Karólína Ingibjörg Ísleiksdóttir, f. 15. september 1887, d. 16. febrúar 1981.

Karólína Ingibjörg var með foreldrum sínum í bernsku og fluttist með þeim frá Kornhól til Utah 1890.
Hún giftist Elias Bowen 1905 og eignaðist með honum 16 börn.

Maður hennar, (23. mars 1905), var Elias Bowen.
Þau eignuðust 16 börn.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Prestþjónustubækur.
  • The Icelanders of Utah. La Nora Allred.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.