Árni Einarsson (Búastöðum)
Árni Einarsson bóndi í Berjanesi u. Eyjafjöllum, síðar bóndi og formaður á Búastöðum í Eyjum, fæddist 27. janúar 1827, á lífi 1880.
Faðir hans var Einar bóndi á Lambafelli u. Eyjafjöllum 1835, f. 14. september 1790, d. 1. ágúst 1843, Árnason bónda á Lambafelli 1801, f. 17. maí 1755, d. 14. júlí 1815, Höskuldssonar, f. 1716, Híerónýmussonar, líklega ættuðum úr Skaftafellssýslu.
Móðir Einars á Lambafelli og kona Árna bónda á Lambafelli var Kristín húsfreyja, f. 9. janúar 1764, d. 25. apríl 1838, Eiríksdóttir bónda og meðhjálpara á Lambafelli, f. 1727, d. 23. júlí 1785, Árnasonar, og konu Eiríks, Þuríðar húsfreyju, f. 1731, á lífi 1782, Gísladóttur.
Móðir Árna á Búastöðum og kona Einars á Lambafelli var Margrét húsfreyja, f. 5. mars 1801, d. 27. maí 1868, Guðmundsdóttir bónda á Rauðafelli u. Eyjafjöllum, f. 21. október 1772, d. 1. nóvember 1808, Eiríkssonar bónda og meðhjálpara á Lambafelli, f. 1727, d. 23. júlí 1785, Árnasonar, og konu hans, Þuríðar húsfreyju, f. 1731, á lífi 1782, Gísladóttur, (sjá ofar).
Móðir Margrétar á Lambafelli og kona Guðmundar á Rauðafelli var Ingveldur húsfreyja, f. 1768, d. 15. október 1851, Hallvarðsdóttir bónda, síðast í Neðri-Dal í Mýrdal, f. (1735), d. í júlí 1793, Halldórssonar, og konu Hallvarðs, Margrétar húsfreyju, f. 1740, Björnsdóttur.
Árni var 9 ára með foreldrum sínum á Lambafelli 1835, 14 ára þar 1840, 19 ára með móður sinni, stjúpa og sex systkinum þar 1845. Þar var einnig Ingveldur Hallvarðsdóttir móðir húsfreyju.
Þau Helga voru gift vinnuhjú á Svaðbæli þar 1850.
Þau voru bændahjón á Leirum þar 1855 með barninu Margréti Árnadóttur eins árs.
Við manntal 1860 voru þau komin að Berjanesi með börnin Margréti 5 ára, Katrínu 4 ára og Einari 2 ára.
Þau hjón fluttust frá Berjanesi að Þorlaugargerði 1868 með Guðrúnu 4 ára, Ingvar 2 ára og Gísla á 1. ári, voru í húsmennsku á Steinsstöðum 1869 við fæðingu Einars yngri 27. ágúst .
Árni var formaður á áttæringnum Langvinn og lenti í Útilegunni miklu 1869.
Við manntal 1870 voru hjónin komin að Búastöðum með börnin Guðrúnu 6 ára og Ingvar 4 ára. Katrín var 14 ára niðursetningur í Vallatúni u. Eyjafjöllum, Margrét 15 ára niðursetningur í Drangshlíðardal þar og Einar niðursetningur í Ysta-Skála þar.
Við manntal 1880 voru þau Helga enn á Búastöðum og við hafði bæst barnið Kristmundur 8 ára. Guðrún var þar, 16 ára, en börnin Margrét, Katrín og Einar voru ekki með þeim.
1890 var Helga 63 ára ekkja og vinnukona í Nýjabæ og þar var Kristmundur 18 ára léttadrengur.
Kona Árna á Búastöðum var Helga Einarsdóttir húsfreyja, f. 1829, á lífi 1890.
Börn Árna og Helgu:
1. Margrét Árnadóttir húsfreyja í Brekkuhúsi, f. 24. maí 1855. Hún fór til Vesturheims 1905 frá Brekkuhúsi með Guðlaugi Sigurðssyni bónda, 4 börnum þeirra og föður Guðlaugs Sigurði Ögmundssyni.
2. Katrín Árnadóttir, f. 1856, d. 21. mars 1938. Hún var húsfreyja á Ísólfsstöðum á Tjörnesi, S-Þing.
3. Einar Árnason, f. 1858. Hann var 2 ára barn í Berjanesi u. Eyjafjöllum 1860.
4. Einar Árnason, f. 25. mars 1862, d. 24. ágúst 1902. Hann var bóndi í Ólabæ í Húsavík 1901.
5. Guðrún Árnadóttir, f. 1863, d. 18. janúar 1889.
6. Ingvar Árnason útvegsbóndi, sjómaður í Hólshúsi, f. 1. október 1865, d. 9. febrúar 1951.
7. Einar Árnason, f. 21. ágúst 1869, d. 27. ágúst 1869 „af ungbarnaveiki“.
8. Kristmundur Árnason, f. 2. júlí 1872 í Eyjum, d. 19. desember 1935. Fór til Vesturheims 1905 frá Hólshúsi.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1956.
- Manntöl.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.