Ritverk Árna Árnasonar/Einar Árnason (Búastöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Kynning.

Einar Árnason bóndi fæddist 25. mars 1862 og lést 24. ágúst 1902.
Foreldrar hans voru Árni Einarsson bóndi í Berjanesi u. Eyjafjöllum, síðar á Búastöðum, f. 27. janúar 1827 og kona hans Helga Einarsdóttir húsfreyja, f. 1829.

Einar var bróðir Ingvars í Hólshúsi og Kristmundar Árnasonar föður Helgu í Hólshúsi.

Kona Einars (1894) var Jónína Árnadóttir, f. 12. janúar 1864 að Holti í Mýrdal, d. 2. júní 1947. Einar var fyrri maður hennar.
Jónína varð bústýra Sigurðar Ólafssonar á Sjónarhól, f. 8. nóvember 1870 í Ossabæ í Landeyjum, d. 2. maí 1950.
Börn Einars og Jónínu voru:
1. Guðrún Helga Einarsdóttir, f. um 1894. Hún fór víða utanlands, til Noregs og Danmerkur.
2. Jóhanna Margrét Sigríður Einarsdóttir, f. 23. mars 1898 á Húsavík, d. 29. nóvember 1979, giftist dönskum matreiðslumanni.
3. Bjarni Marinó Einarsson, f. 27. september 1900 á Húsavík, d. 25. febrúar 1971. Hann var alinn upp í Hólshúsi hjá Gróu og Ingvari Árnasyni föðurbróður sínum.
4. Margrét Sigurlaug Einarsdóttir, f. 17. október 1902 á Húsavík, d. 6. ágúst 1985.

Einars Árnasonar er getið í bjargveiðimannatali Árna Árnasonar, en án sérstakrar umsagnar.


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.