Snjólfur Þorsteinsson (Görðum við Kirkjubæ)
Snjólfur Þorsteinsson sjómaður í Görðum við Kirkjubæ fæddist 26. júní 1847 í Stóru-Hildisey í A-Landeyjum og drukknaði 26. febrúar 1869.
Foreldrar hans voru Þorsteinn Þorvaldsson vinnumaður, síðar bóndi í Kallsstaðahjáleigu í Berufirði eystra, f. 13. október 1810, d. 8. janúar 1883, og barnsmóðir hans Rannveig Snjólfsdóttir vinnukona í Stóru-Hildisey, f. 21. júlí 1819, d. 13. ágúst 1860.
Snjólfur var með móður sinni í Seli í V-Landeyjum 1850, tökubarn í Vallarhjáleigu í Flóa 1855, léttadrengur í Kúfhóli í A-Landeyjum 1860.
Hann fluttist úr Landeyjum að Görðum 1867. Þau Þorgerður eignuðust Magnús 1868.
Snjólfur fórst með Blíð í Útilegunni miklu við Bjarnarey 1869.
Barnsmóðir Snjólfs var Þorgerður Gísladóttir þá ekkja í Görðum, f. 16. ágúst 1840, d. 8. ágúst 1919. Hún varð fyrri kona Sigurðar Sigurfinnssonar hreppstjóra.
Barn Snjólfs og Þorgerðar var
1. Magnús Snjólfsson, f. 21. mars 1868, d. 1. desember 1871 „af barnaveikindum“.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.