Guðmundur Sigurðsson (Búastöðum)
Guðmundur Sigurðsson skósmiður og matsveinn í Hafnarfirði fæddist 8. desember 1885 á Búastöðumog lést 10. nóvember 1949.
Foreldrar hans voru Sigurður Guðmundsson vinnumaður, kallaður „bonn“, f. 10. apríl 1858, d. 27. júní 1911, og barnsmóðir hans Guðríður Jónsdóttir frá Grímshjalli, þá vinnukona á Búastöðum, f. 24. júlí 1851, d. 13. desember 1885.
Móðir Guðmundar dó af þessum barnsförum.
Hann var niðursetningur hjá Arnbjörgu Árnadóttur ekkju á Vilborgarstöðum 1886-1894.
Hann fór með henni til Seyðisfjarðar 1895, var þar 1901.
Guðmundur fluttist til Hafnarfjarðar 1907, bjó í húsi Egils Eyjólfssonar 1910, í Holti í Skuldarhverfi 1920. Hann stundaði sjómennsku og skósmíðaiðn. Guðmundur lést 1949.
Kona Guðmundar, (1906), var Þóra Egilsdóttir húsfreyja, f. 21. júní 1878 á Brennu í Flóa, d. 25. maí 1932.
Börn þeirra hér nefnd:
1. Eyrún Guðmundsdóttir, f. 11. október 1908, d. 7. nóvember 1936.
2. Þóra ‘‘Lovísa‘‘ Sigríður Guðmundsdóttir, f. 26. ágúst 1910, d. 18. ágúst 1987.
3. Barn dáið fyrir mt 1910.
4. Guðrún Guðmundsdóttir, f. 28. nóvember 1911, d. 17. mars 1985.
5. Drengur Guðmundsson, f. 22. júlí 1920.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.