Jóhanna Gunnsteinsdóttir (Dölum)
Jóhanna Gunnsteinsdóttir húsfreyja í Dölum fæddist 23. mars 1841 og lést 1. ágúst 1923.
Faðir hennar var Gunnsteinn bóndi, síðast í Kerlingardal í Mýrdal, f. 22. október 1800 í Hörgsdal á Síðu, d. 8. nóvember 1881, Runólfsson bónda í Hörgsdal 1801, í Hvammi í Skaftártungu 1816, f. á Krossbæ í Bjarnanessókn í A-Skaft. 1759, Gunnsteinssonar, og konu Runólfs, Sigríðar húsfreyju, f. á Kalastöðum í Borgarfj.sýslu 1771, d. 10. júní 1866 í Skaftártungu, Jónsdóttur.
Móðir Jóhönnu í Dölum og kona Gunnsteins í Kerlingardal var Ragnhildur húsfreyja, f. 24. október 1802 á Undirhrauni í Meðallandi, d. 2. júlí 1879, Jónsdóttir bónda á Hrauni í Meðallandi 1801, f. 1770, d. 1811, Jónssonar bónda á Leiðvelli í Meðallandi, f. 1725, Ingimundarsonar, og konu Jóns á Leiðvelli, Þorgerðar húsfreyju, f. 1734, Björnsdóttur.
Móðir Ragnhildar og kona Jóns á Hrauni var Ólöf húsfreyja frá Langholti í Meðallandi, f. 1773, d. 4. febrúar 1822 á Undirhrauni, Hávarðsdóttir bónda í Langholti, f. 1733, d. 13. september 1802 á Undirhrauni, Jónssonar, og konu Hávarðar, Helgu húsfreyju, f. 1731, d. 27. júní 1794, Runólfsdóttur.
Jóhanna var tökubarn á Hvoli í Mýrdal 1845 og 1850, vinnukona þar 1860. Þá var Jón Jónsson 17 ára léttapiltur á Mið-Hvoli. Hann var fæddur 21. ágúst 1842 og dó af slysförum, drukknaði í lendingu 14. júlí 1864.
Þau Jón Gunnsteinsson giftust 1869 og voru komin að Vilborgarstöðum 1870. Þar voru með þeim Gunnsteinn sonur Jóhönnu 7 ára og Jón sonur þeirra eins árs.
Gunnsteinn drukknaði við Urðir 1872.
Við manntal 1880 voru þau enn á Vilborgarstöðum. Jón sonurinn var 11 ára og dóttirinn Dómhildur var 2 ára.
Við manntal 1890 voru þau komin að Dölum. Börnin Jón og Dómhildur voru hjá þeim. Jón bóndi var orðinn sóknarnefndarmaður og hreppstjóri.
Við manntal var Dómhildur hjá þeim og tökubarnið Guðrún Gunnsteinsdóttir frá Hólshúsi 10 ára, síðar húsfreyja í Reynishólum í Mýrdal, kona Ársæls Jónssonar bónda. Jóhanna var afasystir Guðrúnar.
Við manntalið 1910 voru hjónin bæði í Brautarholti í skjóli Jóns sonar síns og Guðríðar Bjarnadóttur konu hans.
Jón lést 1916, en Jóhanna 1923.
Jóhanna Gunnsteinsdóttir í Dölum var systir Jóns Gunnsteinssonar í Dölum, föður Hjálmars, Sveinbjörns og Vilhjálms.
Hún var föðursystir Gunnsteins Jónssonar sjómanns í Hólshúsi, f. 10. október 1859 í Vesturholtum u. Eyjafjöllum, d. 1892 í Eyjum, föður Guðjónínu ráðskonu í Garðsauka hjá Árna Jónssyni, og föður Guðrúnar Gunnsteinsdóttur áðurnefndrar.
I. Unnusti var Jón, drukknaði við lendingu í Mýrdal.
Barn þeirra var
1. Gunnsteinn, f. 10. júlí 1863, d. 31. ágúst 1872, drukknaði austur á Urðum við murtaveiði.
II. Maður Jóhönnu Gunnsteinsdóttur í Dölum, (1869), var Jón Jónsson bóndi og hreppstjóri í Dölum, f. 16. júní 1843, d. 17. apríl 1916.
Börn þeirra:
2. Jón Jónsson í Brautarholti, f. 13. júlí 1869, d. 4. september 1962. Kona hans var Guðríður Bjarnadóttir húsfreyja, f. 28. febrúar 1875, d. 3. september 1950.
3. Dómhildur Jónsdóttir, f. 1878. Fór til Vesturheims 1902.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.