Nikolína Ottadóttir (Hólshúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 9. maí 2014 kl. 13:25 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 9. maí 2014 kl. 13:25 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Nikolína Ottadóttir (Hólshúsi)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Nikolína Ottadóttir húsfreyja í Hólshúsi fæddist 12. júní 1832 í Eyjum og lést 21. apríl 1912.
Foreldrar hennar voru Otti Jónsson verslunarmaður og húsmaður í Ottahúsi, f. 2. febrúar 1790, d. 29. desember 1841, og sambýliskona hans Sigríður Nikulásdóttir húskona í Beykishúsi (Ottahúsi), f. 12. nóvember 1788, d. 16. maí 1859.
Nikolína var með móður sinni og föður í Beykishúsi 1840, fór frá Eyjum að Selalæk á Rangárvöllum 1842, var tökubarn hjá Runólfi móðurbróður sínum á Brekkum í Holtum 1845, vinnukona á Brekkum 1850 og 1855, 29 ára vinnukona á Skíðbakka í A-Landeyjum 1860.
Hún giftist Vigfúsi Jónssyni í Hólshúsi 1858 (mt 1910). Hann lést 1867.
Hún var ekkja í Hólshúsi 1870 með börn þeirra, Sigurð 8 ára, Kristínu 9 ára og Dagbjart 5 ára.
Við manntal 1880 var hún 47 ára bústýra hjá Ögmundi Jónssyni á Löndum og bústýra hjá honum á Vilborgarstöðum 1890, hjú hjá Önnu Sigríði Árnadóttur í Frydendal 1901 og lausakona á ellistyrk og stundaði tóvinnu á Vesturhúsum 1910.
Nikolína lést 1912.

Maður Nikolínu var Vigfús Jónsson tómthúsmaður í Hólshúsi, f. 6. október 1822, d. í apríl 1867.
Börn þeirra hér:
1. Kristín Vigfúsdóttir, f. 1861.
2. Sigríður Vigfúsdóttir, f. 6. september 1862.
3. Friðrik Vigfússon, f. 4. apríl 1864, d. 14. apríl 1864 úr ginklofa.
4. Dagbjartur Vigfússon (Anderson), f. 7. september 1865. Hann var vinnumaður í Stóra Gerði 1890, fluttist til Vesturheimns og var hermaður í kanadíska hernum í fyrri heimstyrjöldinni.


Heimildir