Hans Peter Vilhelm Möller

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 11. september 2014 kl. 13:52 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 11. september 2014 kl. 13:52 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Hans Peter Vilhelm Möller''' vinnumaður á Ofanleiti fæddist 30. júní 1856 og fórst 21. desember 1877.<br> Foreldrar hans voru Carl Ludvig Möller verslunarstjóri ...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Hans Peter Vilhelm Möller vinnumaður á Ofanleiti fæddist 30. júní 1856 og fórst 21. desember 1877.
Foreldrar hans voru Carl Ludvig Möller verslunarstjóri í Juliushaab, f. 1816, d. 7. júlí 1861, og kona hans Ingibjörg Þorvarðsdóttir húsfreyja, f. 28. oktober 1821, d. 7. september 1899.

Hans Peter Vilhelm var með foreldrum sínum meðan beggja naut við.
Hann var tökudrengur á Ofanleiti hjá séra Brynjólfi Jónssyni og Ragnheiði Jónsdóttur húsfreyju 1863 og enn 1869, 14 ára fósturbarn þar 1870, léttadrengur 1871 og enn 1873, vinnudrengur þar 1874-1876, skráður látinn í lok árs 1877.
Hann „tók út af brimi og drukknaði í Þorlaugargerðisgrjótum, er hann vildi bjarga tré“ 21. desember 1877.


Heimildir