Sigmundur Gíslason (Jónshúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. ágúst 2014 kl. 17:32 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. ágúst 2014 kl. 17:32 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Sigmundur Gíslason''' frá Jónshúsi fæddist 29. október 1883 og lést 31. mars 1965 Vestanhafs.<br> Foreldrar hans voru [[Gísli Gíslason (Jónshúsi)|Gísli Gíslason]...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sigmundur Gíslason frá Jónshúsi fæddist 29. október 1883 og lést 31. mars 1965 Vestanhafs.
Foreldrar hans voru Gísli Gíslason vinnumaður, þá í Jónshúsi, f. 1847, d. 1. desember 1910 Vestanhafs, og Steinunn Þorsteinsdóttir vinnukona frá Kastala, f. 22. september 1862, d. 7. febrúar 1927 í Vesturheimi.

Sigmundur fór til Vesturheims 1885 með föður sínum og bjó í Utah. Hann vann þar við járnbrautir og smíðar.

Kona Sigmundar var Sveinsína Aðalbjörg Árnadóttir frá Löndum, f. 25. desember 1877, d. 16. júlí 1931.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.
  • Vestur-íslenzkar æviskrár. Benjamín Kristjánsson, Jónas Thordarson. Skjaldborg 1961-1992.