Margrét Sæmundsdóttir (Steinsstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 30. júní 2014 kl. 22:33 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. júní 2014 kl. 22:33 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Margrét Sæmundsdóttir''' húsfreyja á Steinsstöðum fæddist 1. október 1835 á Kirkjulandi í A-Landeyjum og lést 12. mars 1880 á Steinsstöðum. <br> ...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Margrét Sæmundsdóttir húsfreyja á Steinsstöðum fæddist 1. október 1835 á Kirkjulandi í A-Landeyjum og lést 12. mars 1880 á Steinsstöðum.
Foreldrar hennar voru Sæmundur Símonarson bóndi á Kirkjulandi, f. í október 1801 á Skíðbakka í A-Landeyjum, d. 17. júlí 1846 á Kirkjulandi, og fyrri kona hans Margrét Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 2. október 1796, d. 26. ágúst 1843.

Föðurbróðir Margrétar var Jón Símonarson bóndi í Gvendarhúsi, faðir Jóns í Gvendarhúisi.
Systkini Margrétar í Eyjum voru:
1. Hreinn Sæmundsson vinnumaður í Frydendal, f. 14. mars 1829, d. 1. október 1850.
2. Hannes Sæmundsson vinnumaður í Nýjabæ, f. 3. febrúar 1832, d. 27. júlí 1858.
3. Jónas Sæmundsson sjómaður, f. 31. ágúst 1841. Hann fluttist til Danmerkur 1867.

Margrét fluttist til Eyja frá Landeyjum 1847, 13 ára tökubarn að Ofanleiti. Hún var í Gvendarhúsi hjá Jóni Símonarsyni föðurbróður sínum 1848 og enn 1851, vinnukona þar 1852 og 1853, „dável að sér“, vinnukona þar 1854. Hún var „fósturdóttir“ þar 1855, 20 ára, vinnukona þar 1856 og enn við fæðingu Árna 1871.
Margrét lést 1880 úr „kvefsótt“ 4 dögum eftir fæðingu Jóns, sem lést 17. mars, og Sigurður hrapaði til bana 4. ágúst. Árni sonur þeirra var tekinn í fóstur af Finni Árnasyni og Þuríði Jónsdóttur á Steinsstöðum.

Maður Margrétar, (7. júní 1872), var Sigurður Árnason bóndi á Steinsstöðum, f. 1844, hrapaði úr Stórhöfða 4. ágúst 1880.
Börn þeirra voru:
1. Árni Sigurðsson, f. 24. nóvember 1871, d. líklega í Vesturheimi.
2. Jón Sigurðsson, f. 8. mars 1880, d. 17. mars 1880 úr „barnaveiki“.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.