Helga Guðmundsdóttir (Vesturhúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 30. júní 2014 kl. 17:22 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. júní 2014 kl. 17:22 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Helga Guðmundsdóttir''' húsfreyja á Vesturhúsum og í Ólafshúsum fæddist 1767 á Oddsstöðum og lést 30. desember 1846.<br> Foreldrar hennar voru...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Helga Guðmundsdóttir húsfreyja á Vesturhúsum og í Ólafshúsum fæddist 1767 á Oddsstöðum og lést 30. desember 1846.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Eyjólfsson bóndi og kóngssmiður í Þorlaugargerði, f. 1723, d. 1784, og síðari kona hans Valgerður Þorleifsdóttir húsfreyja, f. 1728.

Háfsystkini Helgu, börn fyrri konu Guðmundar Eyjólfssonar, voru:
1. Brynhildur Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1752, d. 1. nóvember 1809.
2. Sr. Bjarnhéðinn Guðmundsson prestur á Kirkjubæ, f. um 1754, d. 20. október 1821.
3. Sr. Einar Guðmundsson prestur í Noregi, f. um 1758, d. 2. desember 1817.
4. Sveinn Guðmundsson bóndi í Þorlaugargerði, f. 1764, d. 5. nóvember 1832.

Helga var húsfreyja á Vesturhúsum 1801, í Ólafshúsum 1816, til heimilis þar 1835, fátæklingur þar 1840, 79 ára fátæklingur í Þorlaugargerði 1845. Hún lést 1846.

Maður Helgu var Guðmundur Þorláksson bóndi á Vesturhúsum 1801, f. 1763, drukknaði 5. mars 1834 í Þurfalingsslysinu við Nausthamar.
Börn þeirra hér:
1. Margrét Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 8. ágúst 1792, d. 29. júní 1862.
2. Bjarni Guðmundsson, f. 30. desember 1793, d. 5. janúar 1794 úr ginklofa.


Heimildir