Valgerður Þorleifsdóttir (Þorlaugargerði)
Valgerður Þorleifsdóttir frá Eyvindarholti u. Eyjafjöllum, húsfreyja í Þorlaugargerði, fæddist 1728.
Foreldrar hennar voru Þorleifur Arnbjörnsson frá Þjóðólfshaga í Holtum, bóndi í Eyvindarholti og á Seljalandi u. Eyjafjöllum, f. 1696 og kona hans Unnur Bjarnadóttir frá Síðu í V-Skaft., húsfreyja, f. 1694.
Valgerður var með foreldrum sínum í æsku. Hún var á Oddsstöðum við fæðingu Helgu, varð síðari kona Guðmundar Eyjólfssonar bónda og kóngssmiðs í Þorlaugargerði. Hann var þá ekkjumaður eftir Þorgerði Einarsdóttur húsfreyju.
(Dánarskrár voru fyrst haldnar í Eyjum 1785, gloppóttar 1813-1816. Fermingar-, hjónabands- og fæðingaskrár voru fyrst haldnar 1786).
I. Maður Valgerðar var Guðmundur Eyjólfsson bóndi og smiður í Þorlaugargerði, f. 1723, d. 1784.
Barn þeirra var
1. Helga Guðmundsdóttir húsfreyja á Vesturhúsum og í Ólafshúsum, f. 1767, d. 30. desember 1846.
Stjúpbörn Valgerðar voru:
2. Brynhildur Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1752.
3. Sr. Bjarnhéðinn Guðmundsson prestur á Kirkjubæ, f. um 1754, d. 20. október 1821.
4. Sr. Einar Guðmundsson prestur í Noregi, f. um 1758, d. 2. desember 1817.
5. Sveinn Guðmundsson bóndi í Þorlaugargerði, f. 1764, d. 5. nóvember 1832.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.is.
- Holtamannabók I – Holtahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra, Hellu 2006.
- Íslendingabók.is.
- Prestþjónustubækur.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.