Helga Þorláksdóttir (Kirkjubæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 16. júní 2014 kl. 15:58 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 16. júní 2014 kl. 15:58 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Helga Þorláksdóttir''' húsfreyja á Kirkjubæ fæddist 4. október 1805 á Torfastöðum í Fljótshlíð og lést 10. mars 1897 á Vesturhúsum.<br> Foreld...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Helga Þorláksdóttir húsfreyja á Kirkjubæ fæddist 4. október 1805 á Torfastöðum í Fljótshlíð og lést 10. mars 1897 á Vesturhúsum.
Foreldrar hennar voru Þorlákur Þorsteinsson bóndi á Torfastöðum, f. 1768 í Eyjum, d. 9. september 1825, og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1772 á Torfastöðum, d. 13. janúar 1852.

Helga var með foreldrum sínum á Torfastöðum 1816, vinnukona á Sámsstöðum í Fljótshlíð 1835, á Ljótarstöðum í A-Landeyjum 1840.
Hún var vinnukona í Kastala 1845, var húsfreyja á Kirkjubæ 1848 og enn 1870. Hún var á sveit á Ofanleiti 1880 og niðursetningur á Vesturhúsum 1890 og enn við andlát 1897.

Maður Helgu, (13. október 1848), var Sveinn Sveinsson bóndi á Kirkjubæ f. 16. janúar 1801, d. 18. september 1878.
Barn þeirra var:
1. Karólína Sveinsdóttir, f. 27. maí 1850, d. 3. júní 1850 úr ginklofa.


Heimildir