Sveinn Sveinsson (Kirkjubæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sveinn Sveinsson bóndi á Kirkjubæ fæddist 16. janúar 1801 á Ytri-Sólheimum í Mýrdal og lést 18. september 1878 í Frydendal.
Faðir hans var Sveinn bóndi, hreppstjóri, umboðsmaður og dannebrogsmaður á Ytri-Sólheimum, f. 1761 í Skál á Síðu, d. 17. október 1845 á Ytri-Sólheimum, Alexandersson bónda í Skál, f. 1716, d. fyrir 1783, Sveinssonar bónda, síðast á Ytri-Sólheimum, f. 1688, d. fyrir 1762, Alexanderssonar, og fyrri konu Sveins, Guðrúnar húsfreyju, f. 1674, Árnadóttur.
Móðir Sveins bónda og hreppstjóra á Ytri-Sólheimum og kona Alexanders í Skál var Valgerður húsfreyja, f. 1725 í Selkoti u. Eyjafjöllum, d. 14. nóvember 1817 á Ytri-Sólheimum, Eyjólfsdóttir bónda í Selkoti, f. 1689, Teitssonar, og konu Eyjólfs, Guðríðar húsfreyju, f. 1688, Arnbjörnsdóttur.

Móðir Sveins á Kirkjubæ og síðari kona Sveins bónda og hreppstjóra á Ytri-Sólheimum var Elsa Dóróthea húsfreyja, f. 6. september 1771 í Reykjavík, d. 3. júlí 1857 á Ytri-Sólheimum, Berentsdóttir norsks skipstjóra, f. 1743, Poultz, og konu Berents Poultz, Solveigar húsfreyju, f. 1748, d. 24. september 1794, Guðlaugsdóttur prófasts í Görðum á Álftanesi Þorgeirssonar. (Solveig var systir sr. AraOfanleiti).

Sveinn var með foreldrum sínum til ársins 1819. Þá varð hann vinnumaður á Eystri-Sólheimum í Mýrdal. Hann var aftur hjá foreldrum sínum 1832-1833, vinnumaður á Höfðabrekku þar 1833-1835, í Pétursey þar 1835-1836, á Felli þar 1836-1838, í Holti þar 1840-1841, í Fljótsdal í Fljótshlíð 1841-1844, á Höfðabrekku 1844-1845.
Hann var vinnumaður á Ofanleiti 1845, kvæntur húsbóndi á Kirkjubæ 1846 með Karólínu konu sinni, ekkill þar 1847, kvæntur Helgu þar 1848 og þar voru þau enn 1870. Sveinn var niðursetningur í Frydendal við andlát 1878.

I. Fyrri kona Sveins, (3. október 1846), var Karólína Vilhelmsdóttir, f. 7. september 1820, d. 25. október 1847.

II. Síðari kona hans, (13. október 1848), var Helga Þorláksdóttir 42 ára, f. 4. október 1805, d. 10. mars 1897.
Barn þeirra:
1. Karólína Sveinsdóttir, f. 27. maí 1850, d. 3. júní 1850 úr ginklofa.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.