Jóhanna Guðjónsdóttir (Sólbakka)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 3. maí 2013 kl. 17:43 eftir Víglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 3. maí 2013 kl. 17:43 eftir Víglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Jóhanna Guðjónsdóttir á Sólbakka.'' thumb|200px|''Pétur Andersen og Jóhanna Guðjónsdóttir.'' ''...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Jóhanna Guðjónsdóttir á Sólbakka.
Pétur Andersen og Jóhanna Guðjónsdóttir.

Jóhanna Guðjónsdóttir húsfreyja á Sólbakka fæddist 27. febrúar 1889 og lést 23. nóvember 1934.
Faðir hennar var Guðjón bóndi í Oddakoti í A-Landeyjum, fluttist á Suðurnes 1892, var þar smiður og formaður á fiskibát, f. 18. ágúst 1863 í Miðkoti í V-Landeyjum, d. 18. apríl 1945, Þorkelsson bónda þar, f. 31. október 1831, d. 30. júní 1895, Ólafssonar bónda í Miðkoti, f. 24. desember 1783, d. 14. júlí 1861, Gestssonar, og annarrar konu Ólafs Gestssonar, Halldóru húsfreyju, skírð 29. júní 1794, d. 17. júlí 1834, Þórhalladóttur prests Magnússonar.
Móðir Guðjóns í Oddakoti og kona Þorkels bónda í Miðkoti var Ólöf húsfreyja, f. 24. júlí 1837, d. 3. nóvember 1920, Jónsdóttir prests í Mið-Mörk, f. 9. ágúst 1772, d. 8. júní 1843, Jónssonar, og síðari konu sr. Jóns, Þóru húsfreyju, f. 1795, d. 15. febrúar 1856, Gísladóttur.

Móðir Jóhönnu á Sólbakka og kona, (15. október 1885, skildu), Guðjóns var Valgerður húsfreyja, síðar vinnukona í Landeyjum, fluttist til Eyja 1899 og giftist aftur 1905, f. 1. febrúar 1864, d. 14. nóvember 1929.

Jóhanna var með móður sinni, giftri vinnukonu í Eystri-Fíflholtshjáleigu 1890, eins árs.
Hún fluttist til Eyja 1901 og var ógift bústýra á Löndum 1910 með Evu tveggja ára og nýfæddan dreng hjá sér auk Hans Peters Andersen.
Við manntal 1920 voru þau komin að Sólbakka með 5 börn.

Maður Jóhönnu var Hans Peter Andersen vélstjóri, útgerðarmaður og formaður, síðar á Sólbakka, fæddur í Frederiksand í Danmörku 30. mars 1887, d. 6. apríl 1955.
Börn þeirra Jóhönnu og Péturs voru:
1. Valgerði Ólafía Eva, f. 9. nóvember 1908, d. 17. september 1992.
2. Willum Jörgen, f. 30. september 1910, d. 17. júlí 1988.
3. Knud Kristján, f. 23. mars 1913, d. 13. desember 2000.
4. Njáll, f. 24. júní 1914, d. 27. október 1999.
5. Emil Marteinn, f. 31. júlí 1917, d. 17. mars 1995.
6. Guðrún Svanlaug, f. 2. mars 1921, d. 25. september 2009.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Árni Árnason.
  • Heimaslóð.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1956.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is.