Valgerður Jónsdóttir (Miðhúsum)
Valgerður Jónsdóttir húsfreyja í Oddakoti í A-Landeyjum og á Miðhúsum fæddist 1. febrúar 1864 og lést 14. nóvember 1929.
Faðir hennar var Jón bóndi í Eystra-Fíflholti í V-Landeyjum, f. 15. apríl 1821, d. 19. júlí 1865, Guðmundsson bónda í Ysta-Bæli undir Eyjafjöllum, f. 31. júlí 1792 í Hryggjum í Mýrdal, d. 12. október 1827, Jónssonar bónda lengst í Hryggjum, f. 1751, d. 7. september 1827 í Hólakoti undir Eyjafjöllum, Magnússonar, og konu Jóns í Hryggjum, Vigdísar húsfreyju, f. 1763, d. 3. mars 1813, Guðmundsdóttur.
Móðir Jóns í Eystra-Fíflholti og kona Guðmundar í Ysta-Bæli var Sigríður húsfreyja, fædd í Ytri-Skógum u. Eyjafjöllum, skírð 5. nóvember 1797, d. 7. ágúst 1882, Ísleifsdóttir bónda og meðhjálpara í Ytri-Skógum 1816, f. 1744 á Rauðafelli þar, Jónssonar.
Móðir Valgerðar og kona Jóns var Ingibjörg húsfreyja, f. 30. ágúst 1824, d. 27. apríl 1885, Ólafsdóttir bónda í Álfhólum í V-Landeyjum, f. í júní 1794, d. 8. júní 1886, Ólafssonar bónda
í Vestri-Tungu í V-Landeyjum, og konu Ólafs í Vestri-Tungu, Guðrúnar húsfreyju, ekkju þar 1801, Árnadóttur.
Móðir Ingibjargar húsfreyju í Eystra-Fíflholti og kona Ólafs í Álfhólum var Valgerður húsfreyja, f. 24. apríl 1795, d. 15. júlí 1860, Guðmundsdóttir bónda í Miðkoti í V-Landeyjum 1801, f. 1759, d. 21. júlí 1845, Einarssonar, og konu Guðmundar í Miðkoti, Marínar húsfreyju, f. 1765, d. 11. nóvember 1815, Halldórsdóttur.
Valgerður var 6 ára tökubarn í Sigluvík í V-Landeyjum 1870. Þar var ekkjan, móðir hennar vinnukona.
Hún var húsfreyja í Miðkoti í V-Landeyjum 1885-1886 og á vesturjörðinni í Oddakoti í A-Landeyjum 1886-1887.
Þau Guðjón Þorkelsson skildu. Eftir skilnaðinn var Valgerður vinnukona um skeið í Landeyjum, - í Eystri-Fíflholtshjáleigu í V-Landeyjum 1890. Þar var Jóhanna dóttir hennar eins árs.
Hún fluttist til Eyja 1899. Við manntal 1901 var hún hjú í Fagurlyst.
Við manntal 1910 var hún á Miðhúsum, gift Ólafi Ingvarssyni húsmanni.
Valgerður var tvígift:
I. Fyrri maður hennar var Guðjón Þorkelsson bóndi í Miðkoti í V-Landeyjum og Oddakoti í A-Landeyjum og síðar smiður og skipstjóri á Suðurnesjum, f. 18. ágúst 1863, d. 18. apríl 1945.
Þau Valgerður og Guðjón skildu.
Börn Valgerðar og Guðjóns voru:
1. Guðmundur Guðjónsson sjómaður í Sjávargötu á Reykjanesi, f. 10. nóvember 1884, d. 28. nóvember 1918.
2. Ingimundur Guðjónsson trésmiður á Garðsstöðum í Garði, f. 28. mars 1886, d. 22. maí 1958.
3. Ísak Guðjónsson, f. 1. nóvember 1887, d. 6. sama mán.
4. Jóhanna Guðjónsdóttir húsfreyja á Sólbakka, f. 27. febrúar 1889, d. 23. nóvember 1934, gift Pétri Andersen.
II. Síðari maður Valgerðar, (11. nóvember 1905), var Ólafur Ingvarsson sjómaður og landverkamaður, f. 26. júlí 1862, d. 20. júní 1942. Foreldrar hans voru Ingvar Ólafsson bóndi á Steinsstöðum, f. 15. júní 1827, d. 13. janúar 1866 og kona hans Kristín Jónsdóttir húsfreyja, f. 2. september 1832, d. 21. desember 1903.
Þau Valgerður og Ólafur voru barnlaus.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
- Manntöl.
- Íslendingabók.is.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.