Loftur Jónsson (Þorlaugargerði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 31. mars 2014 kl. 17:15 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 31. mars 2014 kl. 17:15 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Loftur Jónsson formaður, bóndi, smiður, meðhjálpari, mormónatrúboði og mormónabiskup frá Þorlaugargerði fæddist 20. júlí 1814 á Butru í Fljótshlíð og lést 9. september 1874 í Utah.
Foreldrar hans voru Jón Árnason bóndi á Butru, síðan formaður á Bakka í A-Landeyjum, f. 1772 í Deild í Fljótshlíð, d. 18. febrúar 1841 á Bakka, og kona hans Þorgerður Loftsdóttir húsfreyja, f. 1777 í Skaftártungu í V-Skaft., d. 9. mars 1859 á Bakka.

Loftur var bróðir Árna Jónssonar bónda á Vilborgarstöðum, f. 31. janúar 1812, d. 8. janúar 1855, fyrri manns Bjargar Árnadóttur húsfreyju, f. 3. nóvember 1830, d. 4. júní 1815.

Loftur kom til Eyja 1836 og gerðist fyrirvinna hjá Guðrúnu Hallsdóttur ekkju í Þorlaugargerði. Þau giftust um haustið.
Loftur varð snemma fjölvirkur í Eyjum. Hann var bóndi í Þorlaugargerði, aflasæll formaður, trésmiður, meðhjálpari og sáttamaður og, kjörinn af Eyjabúum til setu á Þjóðfundinum 1851.
Aflasæld hans var mikil. Þannig fékk hann 10. hundruð tólfræð (120x10) af þorski í hlut á einni vertíðinni um miðja 19. öld. Svo stór hlutur var kallaður „lestarhlutur“. Algengir voru 2-4 hundraða hlutir og upp í 5, þegar vel lét.
Hann skírðist til mormónatrúar 1851 og vegna trúar sinnar mætti hann bæði almennu mótlæti í héraðinu og ekki bætti úr skák fyrir honum, að hann var meðhjálpari og góðvinur sr. Jóns Austmanns, sem barðist hatrammlega gegn mormónatrúnni. Trúfrelsi var ekki í landinu og gátu yfirvöld því barist gegn „villutrúnni“ af öllum mætti. Þannig var um kjör hans til setu á Þjóðfundinum 1851. Það kjör var afturkallað vegna trúar hans.
Loftur fór með fjölskyldu sinni til Utah 1857. Hann varð þar stórbóndi og nefndur mormónabiskup. Hann kom til Íslands aftur 1873, stundaði trúboð og sjómennsku. Guðrún kona hans hafði látist Vestra og síðar kvæntist Loftur aftur og þá Halldóru Árnadóttur.
Loftur sneri til Utah 1874 og lést eftir slysfarir þar haustið 1874.

Ítarleg umfjöllun er í greinum Sigfúsar sýslumanns í Bliki og Sögu Vestmannaeyja og í Bliki 1963: Saga Brynjólfs Jónssonar, fimmti hluti eftir Þorstein Þ. Víglundsson. (Sjá Heimildaskrá).

Loftur var tvíkvæntur.

I. Fyrri kona Lofts, (27. október 1836), var Guðrún Hallsdóttir húsfreyja, f. 8. ágúst 1794, ekkja eftir Jón Oddsson bónda og sjómann.
Börn þeirra voru:
9. Jón Loftsson, f. 22. september 1837 í Þorlaugargerði, d. 1. október 1837 úr ginklofa.
10. Loftur Loftsson, f. 18. desember 1838 í Þorlaugargerði, d. 28. desember 1838 úr ginklofa.

II. Síðari kona hans var Halldóra Árnadóttir úr Vestur-Skaftafellssýslu, en hún hafði verið vinnukona í Godthaab.


Heimildir