Brynjólfur Jónsson (Vilborgarstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. mars 2014 kl. 14:57 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. mars 2014 kl. 14:57 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Brynjólfur Jónsson''' bóndi á Vilborgarstöðum fæddist 28. mars 1787 og lést 10. október 1859.<br> Foreldrar hans voru [[Jón Magnússon (Stóra-Gerði...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Brynjólfur Jónsson bóndi á Vilborgarstöðum fæddist 28. mars 1787 og lést 10. október 1859.
Foreldrar hans voru Jón Magnússon bóndi í A-Landeyjum og í Stóra-Gerði, f. 1750 á Úlfsstöðum í A-Landeyjum, d. 4. júlí 1836 á Skíðbakka þar, og kona hans Guðrún Brynjólfsdóttir húsfreyja, f. 1760 á Söndum u. Eyjafjöllum, d. 10. mars 1828 í Brekkuhúsi.

Brynjólfur var bróðir
1. Stígs Jónssonar bónda í Brekkuhúsi.
2. Helgu Jónsdóttur húsfreyju á Vilborgarstöðum.

Brynjólfur var með fjölskyldu sinni á Hlaði (Krosshjáleigu) í A-Landeyjum 1801.
Hann var vinnumaður á Ofanleiti 1813 og enn 1816, kvæntur bóndi á Vilborgarstöðum 1835 og 1850.

Kona Brynjólfs, (24. október 1819), var Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, þá 56 ára vinnukona í Háagarði, f. um 1764, var á lífi 1850, 89 ára.
Þau voru barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.