Stígur Jónsson (Brekkuhúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Stígur Jónsson bóndi í Brekkuhúsi fæddist 2. apríl 1793 og lést 8. mars 1838.
Foreldrar hans voru Jón Magnússon bóndi í Krosshjáleigu (Hlaðhjáleigu), síðan í Stóra-Gerði, f. 1750 á Úlfsstöðum í A-Landeyjum, d. 4. júlí 1836 á Skíðbakka þar, og kona hans Guðrún Brynjólfsdóttir húsfreyja, f. 1760, d. 10. mars 1828 í Brekkuhúsi.

Systkini Stígs í Eyjum voru:
1. Brynjólfur Jónsson bóndi á Vilborgarstöðum, f. 28. mars 1787, d. 10. október 1859.
2. Helga Jónsdóttir húsfreyja á Vilborgarstöðum f. 21. febrúar 1801, d. 3. ágúst 1881.

Stígur var með foreldrum sínum á Hlaði (Krosshjáleigu) í A-Landeyjum 1801.
Hann fluttist með þeim að Gerði 1801, var 20 ára með Guðrúnu Brynjólfsdóttur móður sinni og Helgu systur sinni 13 ára í Ömpuhjalli 1812, einnig þar 1815, kvæntur tómthúsmaður þar 1816. Hann var þar 1820 með Oddrúnu, Guðrúnu dóttur þeirra 4 ára, móður sinni Guðrúnu og Helgu systur sinni, í sama tómthúsi með sömu áhöfn 1821 og 1822, og 1824 var hann enn í Ömpuhjalli.
Þau höfðu misst tvö börn úr ginklofa 1819 og 1822.
1824 var Þóra Stígsdóttir fædd og var með þeim, eins árs. 1825 var Helga systir hans gift og flutt að Gerði. Stígur var enn í Ömpuhjalli 1826 með sömu áhöfn án Helgu.
Þau Stígur og Oddrún komust að Brekkuhúsi 1827 með dætur sínar tvær og Guðrúnu móður Stígs. Guðrún móðir hans lést 1828. Þau Oddrún bjuggu enn í Brekkhúsi við andlát Stígs 1838.

Kona Stígs, (1816), var Oddrún Sigurðardóttir húsfreyja, f. 1781, d. 1. september 1846.
Börn þeirra hér:
1. Guðrún Stígsdóttir, f. 12. september 1817, d. 28. febrúar 1868.
2. Arnþór Stígsson, f. 20. ágúst 1819, d. 26. ágúst 1819 úr ginklofa.
3. Margrét Stígsdóttir, f. 26. júlí 1822, d. 1. ágúst 1822 úr ginklofa.
4. Þóra Stígsdóttir húsfreyja í Brekkuhúsi, f. 29. janúar 1824, d. 8. október 1892.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.