Magnús Ólafsson (Vilborgarstöðum)
Magnús Ólafsson sjómaður á Vilborgarstöðum fæddist 1801 og lést 9. júlí 1851.
Faðir hans var Ólafur bóndi á Arngeirsstöðum í Fljótshlíð 1801, f. 1769, d. 19. febrúar 1815, Diðriksson bónda í Fíflholtshjáleigu í V-Landeyjum og Ámundakoti í Fljótshlíð, f. 1737, d. 6. nóvember 1819, Þórðarsonar bónda í Eystri-Fíflholtshjáleigu, f. 1714, d. 27. ágúst 1785, Diðrikssonar, og ókunnrar konu.
Móðir Ólafs á Arngeirsstöðum og kona Diðriks Ólafssonar var Þuríður húsfreyja, f. 1734, d. 6. ágúst 1803, Þorgilsdóttir bónda í Ey í V-Landeyjum, f. 1696, Jónssonar, og konu Þorgils, Jódísar húsfreyju, f. 1703, d. 25. maí 1788, Jónsdóttur.
Móðir Magnúsar og og kona Ólafs á Arngeirsstöðum var Rannveig húsfreyja á Arngeirsstöðum og Glámu í Fljótshlíð, ekkja í Glámu 1816, f. 1767, d. 30. júlí 1843, Guðmundsdóttir bónda á Ljótarstöðum og Skíðbakka í A-Landeyjum, f. 1725, d. 25. maí 1792, Þorleifssonar bónda í Eyvindarholti og á Seljalandi u. Eyjafjöllum, f. 1696 í Holtum, Rang., á lífi 1762, Arnbjörnssonar, og konu Þorleifs, Unnar húsfreyju frá Geirlandi á Síðu, f. 1694, Bjarnadóttur.
Móðir Rannveigar á Arngeirsstöðum og kona Guðmundar á Ljótarstöðum var Guðríður húsfreyju, f. um 1730, d. 1784, Einarsdóttir bónda á Seljalandi, f. 1696, Hafliðasonar, og konu Einars, Ingibjargar húsfreyju, f. 1694, Einarsdóttur.
Móðurbróðir Magnúsar á Vilborgarstöðum var Þorsteinn Guðmundsson bóndi í Norðurgarði 1801 og á Vesturhúsum 1816, f. 1753, d. 24. september 1823. Dóttir hans var Margrét húsfreyja í Ólafshúsum 1835, f. 1805, d. fyrir 1845.
Magnús var búandi á Vilborgarstöðum 1835, 1845 og 1850. Magnús finnst ekki hjá ekkjunni móður sinni né annarsstaðar fæddur 1801, en á Vesturhúsum er 12 ára tökupiltur (ætti að vera 15 ára) með þessu nafni, fæðingarstaður ekki greindur. Þar býr móðurbróðir Magnúsar, Þorsteinn Guðmundsson á öðru býlinu.
Kona Magnúsar, (1831), var Guðbjörg Daníelsdóttir húsfreyja á Vilborgarstöðum, f. 28. febrúar 1801, d. 27. desember 1888.
Börn þeirra Guðbjargar og Magnúsar hér:
1. Guðríður Magnúsdóttir, 18. júní 1827, d. 25. júní 1827.
2. Rannveig Magnúsdóttir, f. 30. júlí 1828, d. 6. ágúst 1828.
3. Kristín Magnúsdóttir, f. 7. desember 1829, d. 15. desember 1829.
4. Magnús Magnússon, f. 7. maí 1831, d. 16. maí 1831.
5. Guðrún Magnúsdóttir, f. 5. desember 1832, d. 12. desember 1832.
6. Vilborg Magnúsdóttir, f. 8. júlí 1834, d. 15. júlí 1834.
7. Guðfinna Magnúsdóttir, f. 14. nóvember 1835, d. 20. nóvember 1835.
8. Bergur Magnússon sjómaður, f. 1837, hrapaði í Dufþekju 23. ágúst 1866.
9. Ólafur Magnússon formaður og hagyrðingur, f. 15. apríl 1845, d. 4. október 1927.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.