Eggert Gunnarsson (Víðivöllum)
Eggert Gunnarsson fæddist 4. september 1922 og lést 4. janúar 1991. Foreldrar Eggerts voru Gunnar Marel Jónsson skipasmíðameistari og kona hans Sigurlaug Pálsdóttir. Eggert var sjöundi í hópi tólf alsystkina, en auk þeirra voru þrjú eldri hálfsystkini.
Eiginkona Eggerts var Jóna Guðrún Ólafsdóttir frá Víðivöllum. Þau bjuggu framan af á Víðivöllum en Eggert byggði hús á Sóleyjargötu 12 og bjuggu þau þar þaðan af. Þau áttu 6 börn; Ólaf, Svövu, Guðfinnu, Gunnar, Sigurlaugu og Óskar.
Eggert var skipasmiður og lærði hann þá iðn af föður sínum. Hann lauk sveinsprófi í iðninni árið 1944. Eggert tók við Dráttarbraut Vestmannaeyja þegar faðir hans þurfti að hætta vegna heilsu.
Óskar Kárason skrifaði formannavísu um Eggert:
- Eggert á lög nú leggur
- liðtækur skipasmiður,
- niður Gunnars á gniði
- gamla Erlingi damlar.
- Nær sá í fisk á færi,
- flæða, ef gefur næði.
- Færan má fírinn bæra
- fjallamann góðan kalla.
Frekari umfjöllun
Eggert Gunnarsson skipasmíðameistari á Víðivöllum, fæddist 4. september 1922 og lést 4. janúar 1991.
Foreldrar hans voru Gunnar Marel Jónsson skipasmíðameistari, f. 6. janúar 1891, d. 7. maí 1979, Jónsson og kona hans Sigurlaug Pálsdóttir húsfreyja, f. 20. mars 1892, d. 23. apríl 1976.
Kona Eggerts var Jóna Guðrún Ólafsdóttir, f. 17. nóvember 1927, d. 12. mars 2010.
Börn Eggerts og Jónu Guðrúnar:
1. Ólafur stýrimaður, 15. febrúar 1948.
2. Svava húsfreyja, 13. mars 1952, d. 9. júní 2005.
3. Gunnar skipasmíðameistari, f. 11. nóvember 1954.
4. Guðfinna húsfreyja og bankastarfsmaður, 14. desember 1955.
5. Sigurlaugu húsfreyja og leikskólakennari, f. 22. júní 1961.
6. Óskar vélavörður, f. 11 apríl 1966, d. 16. apríl 2000.
Myndir
Heimildir
- Óskar Kárason. Formannavísur II. Vestmannaeyjum, 1956.