Guðmundur Eiríksson (Smiðjunni)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 1. ágúst 2013 kl. 18:03 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 1. ágúst 2013 kl. 18:03 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Guðmundur Eiríksson tómthúsmaður í Smiðjunni, síðar í Fjósi, fæddist 1813 í Skálmarbæ í Álftveri, V-Skaft.
Uppruni hans er ókunnur.
Hann var niðursetningur á Svartanúpi í Skaftártungu 1816-1817 eða lengur, léttadrengur á Mýrum þar 1830-1833/4.
Guðmundur var vinnumaður á Vilborgarstöðum 1845 og þar var Kristín Björnsdóttir þjónustustúlka.
Þau bjuggu í tómthúsinu Smiðjunni 1850 og 1855.
Kristín lést 1860 og á því ári er Guðmundur kominn í tómthúsið Fjós og er þar með tvö börn þeirra Kristínar, Sigurbjörgu 12 ára og Guðlaugu yngri 6 ára.
Hann finnst ekki 1870.

Kona Guðmundar var Kristín Björnsdóttir húsfreyja í Smiðjunni f. 8. júní 1825 í Eyjum, d. 7. febrúar 1860.
Börn þeirra hér:
1. Guðlaug Guðmundsdóttir, f. 8. október 1847. Hún var 4. barnið, sem fæddist á Fæðingarstofnuninni. Hún mun hafa dáið ungbarn.
2. Sigurbjörg Guðmundsdóttir, f. 23. júní 1849, d. 15. mars 1925.
3. Guðlaug Guðmundsdóttir, f. 27. maí 1855, d. 20. nóvember 1931. Hún var húsfreyja í Staðarbæ á Kirkjubæ 1910.


Heimildir