Valgerður Jónsdóttir (Holti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 9. maí 2013 kl. 21:11 eftir Víglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 9. maí 2013 kl. 21:11 eftir Víglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Valgerður Jónsdóttir''' húsfreyja í Holti fæddist 6. apríl 1891 og lést 17. nóvember 1969.<br> Faðir Valgerðar var Jón bóndi á Þorgrímsstöðum í Ölfusi, f. 4. j...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Valgerður Jónsdóttir húsfreyja í Holti fæddist 6. apríl 1891 og lést 17. nóvember 1969.
Faðir Valgerðar var Jón bóndi á Þorgrímsstöðum í Ölfusi, f. 4. júní 1856, d. 18. september 1898, Jónsson bónda í Götu á Landi, Hlíðarenda í Ölfusi og Hlíð í Selvogi, f. 8. desember 1831, drukknaði 27. desember 1882, Guðmundssonar „ríka“ bónda og hreppstjóra í Árbæ og á Keldum á Rangárvöllum, f. 23. október 1794, d. 12. apríl 1883, Brynjólfssonar, (Víkingslækjarætt), og barnsmóður Guðmundar „ríka“, Höllu vinnukonu í Árbæ, f. 2. október 1801, d. 15. mars 1843, Jónsdóttur Ísleifssonar.
Móðir Jóns á Þorgrímsstöðum og barnsmóðir Jóns í Götu var Guðrún vinnukona í Bakkakoti, f. 10. apríl 1825, d. 8. nóvember 1859, Guðbrandsdóttir bónda á Fossi á Rangárvöllum, f. 1794 á Kjarvalsstöðum í Hjaltadal, Skagaf., d. 6. júlí 1879, Runólfssonar, og konu Guðbrands, Sigríðar húsfreyju frá Fossi, f. 24. september 1798, d. 3. maí 1856, Oddsdóttur.

Móðir Valgerðar og kona Jóns á Þorgrímsstöðum var Ingibjörg húsfreyja, f. 3. desember 1865, d. 18. desember 1940, Jónsdóttir bónda á Króki og Þorgrímsstöðum í Ölfusi, f. 24. júní 1832, d. 3. apríl 1882, Jónssonar bónda á Króki, f. 1791, d. 2. apríl 1863, Jónssonar, og konu Jóns, Ingibjargar, f. 1792, d. 26. mars 1863, Arngrímsdóttur.
Móðir Ingibjargar Jónsdóttur á Þorgrímsstöðum og kona Jóns á Króki var Valgerður húsfreyja á Króki 1870, f. 28. júní 1837, d. 7. mars 1881, Gamalíelsdóttir bónda í Hrauntúni í Biskupstungum 1845, f. 6. apríl 1796, Egilssonar, og konu Gamalíels, Vilborgar húsfreyju, f. 1794, d. 15. febrúar 1859, Þórðardóttur.

Valgerður í Holti var 10 ára með ekkjunni móður sinni á Þorgrímsstöðum í Ölfusi 1901. Hún var þar námsmey 1910 með móður sinni og þrem alsystrum, Gísla Magnússyni ráðsmanni, móður hennar og tveim börnum þeirra.
Vigfús Jónsson í Holti varð ekkill 1922, er Guðleif Guðmundsdóttir húsfreyja lést.
Valgerður réðst að Holti 1925, ráðskona. Þau Vigfús bjuggu þar saman, meðan honum entist aldur. Valgerður bjó þar áfram um skeið og annaðist Axel Vigfússon, (Púlla), auk barna sinna. Hún lést á Sjúkrahúsinu 1969.

Sambýlismaður Valgerðar var Vigfús Jónsson útgerðarmaður og formaður í Holti, f. 14. júní 1872, dáinn 26. apríl 1943.

Börn Valgerðar og Vigfúsar:
1. Guðleif, fædd 13. júlí 1926.
2. Þorvaldur, fæddur 24. janúar 1929, dáinn 16. september 2002.
3. Dóttir Valgerðar: Þórdís Hansdóttir Erlendsson, f. 1. maí 1915.


ctr


Saumaklúbbur í Eyjum, sem stofnaður var 9. okt. 1945 og starfrœktur nœstu 15 árin.

Aftari röð frá vinstri: 1. Gunnhildur Friðriksdóttir frá Breiðholti. 2. Guðleif Vigfúsdóttir Jónssonar og seinni konu hans Valgerðar Jónsdóttur. 3. Jórunn Ingimundardóttir, húsfreyja að Brekastíg 15. 4. lnga Haraldsdóttir, húsfr. að Faxastíg 2A. 5. Jóhanna Haraldsdóttir. — Fremri röð frá vinstri: 1. Jónína Gísladóttir, hálfsystir Valgerðar húsfreyju í Holti, móðir þeirra Haraldsdætra (nr. 4 og 5). 2. Valgerður Jónsdóttir, húsfr. í Holti. 3. Guðrún Stefánsdóttir, húsfr. að Hólagötu 33.


Heimildir