Daníel Bjarnason (Saurbæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 15. apríl 2013 kl. 10:44 eftir Víglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 15. apríl 2013 kl. 10:44 eftir Víglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Daníel Bjarnason''' tómthúsmaður í Saurbæ fæddist 1777 í Varmadal á Rangárvöllum og lést 22. apríl 1845 á Vilborgarstöðum.<br> Faðir...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Daníel Bjarnason tómthúsmaður í Saurbæ fæddist 1777 í Varmadal á Rangárvöllum og lést 22. apríl 1845 á Vilborgarstöðum.
Faðir hans var Bjarni bóndi og hreppstjóri í Varmadal á Rangárvöllum, f. 1738 í Varmadal, skírður 6. október þ. ár, d. 29. mars 1788 í Litlu-Tungu í Holtum, Þorsteinsson bónda á Sandhólaferju og Varmadal á Rangárvöllum, f. 1703, d. í júní 1766, Hróbjartssonar bónda í Gerðum í Flóa 1703 og 1708, f. 1647, Jónssonar, og konu Hróbjarts, Margrétar húsfreyju, f. 1665, Jónsdóttur.
Móðir Daníels og barnsmóðir Bjarna var Kristín vinnukonu, f. um 1749 í V-Landeyjum, d. 19. mars 1839 í Fljótshlíð, Daníelsdóttr.

Kona Daníels, (22. október 1801), var Guðný Bergþórsdóttir húsfreyja og tómthúskona, f. 1770 á Kirkjulandi í A-Landeyjum, d. 12. desember 1840 í Eyjum.

Daníel var vinnumaður á Bergþórshvoli í V-Landeyjum 1801. Hann var bóndi í Berjanesi u. Eyjafjöllum 1802-1804 og Minni-Borg þar 1804-1810. Hann var síðan í vinnumennsku, var fyrirvinna í Miðeyjarhólmi í A-Landeyjum 1816, bóndi þar 1819-1820.
Þau Guðný voru komin til Eyja 1828 og voru lengi tómthúsmenn hér.

Börn Daníels og Guðnýjar:
1. Bergþór Daníelsson, f. 1803, d. 9. desember 1804.
2. Sigríður Daníelsdóttir, f. 20. febrúar 1804, d. 29. júlí 1885, vinnukona í Hvammi u. Eyjafjöllum, ógift.
3. Þuríður Daníelsdóttir húsfreyja á Vesturhúsum, f. 7. mars 1806, d. 12. apríl 1841, gift Guðmundi Guðmundssyni.
4. Guðný Daníelsdóttir, f. 6. apríl 1807, d. 3. febrúar 1869, öryrki.
5. Bjarni Daníelsson, f. 1. maí 1808, d. líklega ungur.
6. Jón Daníelsson vinnumaður í Godthaab, f. 27. ágúst 1809, á lífi 1836.
7. Bergur Daníelsson vinnumaður í Drangshlíð, f. 13. febrúar 1811, d. 3. apríl 1832. Bergur var faðir Guðrúnar Bergsdóttur í Svaðkoti, móður Ingibjargar í Suðurgarði og þeirra systkina.
8. Guðrún Daníelsdóttir vinnukona í Stóru-Hildisey í Landeyjum, f. 18. september 1815, d. 16. júní 1839.

Önnur börn Daníels:
9. Barn Daníels með Kristínu Jónsdóttur vinnukonu á Skeggjastöðum, síðar húsfreyju í Eystra-Fróðholti, skírð 27. september 1772, d. 4. maí 1843:
Kristín Daníelsdóttir, f. 10. september 1798, d. 25. janúar 1799.
10. Barn Daníels með Þuríði Árnadóttur vinnukonu á Skúmsstöðum í V-Landeyjum, f. um 1770, d. 25. ágúst 1821:
Guðbjörg Daníelsdóttir húsfreyja á Vilborgarstöðum, f. 28. febrúar 1801, d. 27. desember 1888, kona Magnúsar Ólafssonar. Þau voru foreldrar Bergs Magnússonar og Ólafs Magnússonar í Nýborg.
11. Barn Daníels með Elínu Guðmundsdóttur, síðar húsfreyju í Steinmóðshúsi, f. 27. júlí 1796, d. 8. júlí 1876:
Elín Daníelsdóttir, f. 15. maí 1831, d. 18. maí 1831.
12. Barn (lýstur faðir, en neitaði) með Vilborgu Pétursdóttur, vinnukonu í Dölum, síðar húsfreyju á Löndum, skírð 1. desember 1792, d. 30. mars 1859:
Daníel Daníelsson, f. 26. mars 1828, d. 9. apríl 1828.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is.