Vilborg Pétursdóttir (Löndum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Vilborg Pétursdóttir húsfreyja á Löndum fæddist 1792 í Stóru-Hildisey í A-Landeyjum og lést 30. mars 1859.
Faðir hennar var Pétur bóndi í Stóru-Hildisey, f. 1746, d. 17. júní 1817 á Syðri-Úlfsstöðum, Jónsson, (framætt ókunn).
Móðir Vilborgar var þriðja kona Péturs bónda, Þuríður húsfreyja í Stóru-Hildisey, f. 1756, d. 16. mars 1809, Guðbrandsdóttir bónda á Lágafelli í A-Landeyjum, f. 1729, Eiríkssonar bónda í Hörgsdal á Síðu, f. 1691, Bjarnasonar, og konu Eiríks í Hörgsdal, Hildar húsfreyju, f. 1701, Rafnkelsdóttur.
Móðir Þuríðar og fyrsta kona Guðbrands var Katrín húsfreyja, f. 1723, Vigfúsdóttir bónda í Hæðargarði í Landbroti, V-Skaft., f. 1653, Órækjusonar, og konu Vigfúsar, Valgerðar húsfreyju, f. 1688, Jónsdóttur.

Systir Vilborgar var Fídes Pétursdóttir húsfreyja í Dölum, f. 3. ágúst 1790, d. 17. júlí 1842.
Þau Guðbrandur bóndi á Lágafelli og Katrín voru foreldrar fyrri konu Jóns Jónssonar í Háagarði, Valgerðar Guðbrandsdóttur.

Vilborg var vinnukona á Voðmúlastöðum í A-Landeyjum 1816, í Dölum 1828, húsfreyja á Löndum, en var að síðustu niðursetningur í Túni, þá ekkja, hjá þeim Sigurði Jónssyni bónda og konu hans Járngerði Sigurðardóttur.

I. Barn Vilborgar með Erlendi Sigurðssyni samkv. prestþjónustubók, en Pétur var skráður Halldórsson strax á fyrsta ári. Föðurætt Péturs er ókunn.
1. Pétur Halldórsson bóndi á Vilborgarstöðum, f. 1823, d. 5. febrúar 1870.

II. Vilborg eignaðist barn með Daníel Bjarnasyni tómthúsmanni í Saurbæ. Daníel neitaði.
Barnið var
2. Daníel Daníelsson, f. 26. mars 1828, d. 9. apríl sama ár úr ginklofa. Vilborg var þá vinnukona í Dölum.

III. Maður Vilborgar var Jón Þorsteinsson húsmaður á Löndum, f. 1783.
Börn þeirra hér:
3. Jón Jónsson, f. 17. júlí 1831, d. 23. júlí 1831 úr „Barnaveiki“.
4. Þuríður Jónsdóttir, f. 1. júlí 1832, d. 20. september 1851.
5. Jón Jónsson, tvíburi, f. 12. mars 1834, d. 16. mars 1834 „úr Barnaveiki“.
6. Jón Jónsson, tvíburi, f. 12. mars 1834, d. 2. maí 1834 „úr Barnaveiki“.
7. Andvana fædd stúlka 9. október 1835.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.