Gísli Stefánsson (kaupmaður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 31. júlí 2007 kl. 09:18 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 31. júlí 2007 kl. 09:18 eftir Daniel (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Gísli Stefánsson


Fjölskyldan í Hlíðarhúsum um 1895. Friðrik Gísli Gíslason tók myndina.
Skýring við fjölskyldumynd frá Hlíðarhúsum samkv. Þóri Óskarssyni, Kárasonar og Jes Einari Þorsteinssyni, Einarssonar.
Fremsta röð frá vinstri: Friðrik Gísli ljósmyndari, f. 1870, d. 1906, Gísli Stefánsson kaupmaður, húsbóndi, f. 1842, d. 1903, heldur á (líklega) Rebekku, sem dó 3-4 ára, Soffía Lísbet húsfreyja, f. 1847, d. 1936, heldur á Kristjáni sjómanni, f. 1891, d. 1948.
Miðröð frá vinstri: Anna Ásdís, síðar Johnsen, húsfreyja, f. 1878, d. 1945, Guðbjörg Jónína, síðar Petersen og síðast kona Sæmundar Jónssonar, húsfreyja, f. 1880, d. 1969, Jóhann sjómaður og verkamaður, f. 1883, d. 1944 og Lárus ljósmyndari, f. 1885, d. 1950.
Aftasta röð frá vinstri: Ágúst útvegsbóndi, f. 1874, d. 1922, Jes Anders á Hól, prestur, verzlunarstjóri, kennari, bókasafnsvörður, f. 1872, d. 1961 og Stefán útvegsbóndi og veitingamaður á Sigríðarstöðum, f. 1876, d. 1953.

Gísli Stefánsson kaupmaður fæddist 28. ágúst 1842 og lést 25. september 1903. Hann var kvæntur Soffíu Lisbeth Andersdóttur frá Stakkagerði.

Börn þeirra voru Friðrik f. 1870, Jes f. 1872, Ágúst f. 1874, Stefán f. 1876, Anna Ásdís f. 1878, Guðbjörg Jónína f. 1880, Jóhann f. 1883, Lárus f. 1885 , Kristján f. 1891 og Rebekka.

Á meðal afkomenda hans eru Gísli Stefánsson frá Ási og Friðrik Jesson.