Breki Karlsson
Breki Karlsson vélstjóri, verkfræðingur fæddist 18. febrúar 1957.
Foreldrar hans voru Karl Óskar Guðjónsson frá Breiðholti, kennari, alþingismaður, fræðslustjóri, f. 1. nóvember 1917, d. 6. mars 1973, og kona hans Arnþrúður Björnsdóttir húsfreyja, kennari, f. 1. apríl 1918 á Grjótnesi í Presthólahreppi, N.-Þing, d. 17. janúar 2007.
Börn Arnþrúðar og Karls:
1. Andvana drengur, f. 12. júní 1944 í Breiðholti.
2. Sunna Karlsdóttir, f. 12. september 1945 í Breiðholti.
3. Harpa Karlsdóttir, f. 29. janúar 1947 á Hásteinsvegi 45.
4. Lilja Karlsdóttir, f. 21. apríl 1952 á Heiðarvegi 53.
5. Breki Karlsson, f. 18. febrúar 1957 að Heiðarvegi 53.
Þau Fanný Kristín giftu sig, eignuðust þrjú börn og hún eignaðist barn áður. Þau bjuggu í fyrstu í Eyjum, en síðan í Rvk.
I. Kona Breka er Fanný Kristín Heimisdóttir Maríudóttir húsfreyja, leikskólakennari og leikskólastjóri, f. 20. júní 1956.
Börn þeirra:
1. Högni Brekason, f. 10. júlí 1979.
2. Atli Brekason, f. 10. júlí 1984, d. 2. mars 2015.
3. Kári Brekason, f. 7. nóvember 1987.
Barn Fannýjar:
4. Guðrún María Svansdóttir, f. 2. apríl 1973.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Breki.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.