Harpa Karlsdóttir
Harpa Karlsdóttir kennari fæddist 29. janúar 1947 á Hásteinsvegi 45.
Foreldrar hennar voru Karl Óskar Guðjónsson frá Breiðholti, kennari, alþingismaður, fræðslustjóri, f. 1. nóvember 1917, d. 6. mars 1973, og kona hans Arnþrúður Björnsdóttir húsfreyja, kennari, f. 1. apríl 1918 á Grjótnesi í Presthólahreppi, N.-Þing, d. 17. janúar 2007.
Börn Arnþrúðar og Karls:
1. Andvana drengur, f. 12. júní 1944 í Breiðholti.
2. Sunna Karlsdóttir, f. 12. september 1945 í Breiðholti.
3. Harpa Karlsdóttir, f. 29. janúar 1947 á Hásteinsvegi 45.
4. Lilja Karlsdóttir, f. 21. apríl 1952 á Heiðarvegi 53.
5. Breki Karlsson, f. 18. febrúar 1957 að Heiðarvegi 53.
Harpa var með foreldrum sínum í æsku.
Hún lauk landsprófi í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1963, varð stúdent í M.L. 1967, lauk kennaraprófi 1968. Hún stundaði enskunám í Háskólanum í Edinborg og Edinburgh College og Commerce 1968-1970, í framhaldsdeild K.H.Í. 1973-1974, lauk sérkennaraprófi 1974, nam í Statens speciallærerskole í Noregi 1974-1975, lauk talkennaraprófi 1975, lauk prófi í skyndihjálparkennslu 1983.
Harpa var forfallakennari í Digranesskóla í Kóp. og Vogaskóla í Rvk haustið 1969, var talkennari í grunnskólum Kóp. frá 1975 til starfsloka.
Hún vann við fiskiðnað, hótelstörf og skrifstofuvinnu á námsárum sínum, var verkstjóri í Vinnuskóla Reykjavíkur sumurin 1968 og 1969.
Harpa sat í kjaranefnd Sérkennarafélags Íslands 1975-1977.
Þau Vésteinn Rúni giftu sig 1967, eignuðust fjögur börn.
I. Maður Hörpu, (14. júlí 1967), er Vésteinn Rúni Eiríksson kennari, f. 30. desember 1944. Foreldrar hans Eiríkur Baldvinsson kennari, f. 3. apríl 1906, d. 24. ágúst 2004, og kona hans Valborg Elísabet Bentsdóttir kennari, f. 24. desember 1911, d. 2. nóvember 1991.
Börn þeirra:
1. Ýr Vésteinsdóttir, lögfræðingur, fulltrúi sýslumanns, f. 3. mars 1970. Barnsfaðir hennar Chabane Ramdani.
2. Ýmir Vésteinsson, lyfjafræðingur, f. 18. mars 1972. Fyrrum sambúðarkona hans Hildur Guðjónsdóttir. Sambúðarkona hans Unnur Agnes Níelsdóttir.
3. Rökkvi Vésteinsson, B.Sc.-próf í lífefnafræði, tölvufræðingur, leiðsögumaður, f. 22. mars 1978. Kona hans Anne Steinbrenner.
4. Vaka Vésteinsdóttir, með doktorspróf í sálarfræði, lektor við H.Í., f. 2. mars 1980. Fyrrum maður hennar Robert Huemer.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Harpa.
- Íslendingabók.
- Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.