Eyjólfur Ármannsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 4. ágúst 2025 kl. 11:19 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 4. ágúst 2025 kl. 11:19 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Eyjólfur Ármannsson''' lögmaður, alþingismaður, ráðherra fæddist 23. júlí 1969.<br> Foreldrar hans Guðjón Ármann Eyjólfsson skólastjóri, skólameistari, ritstjóri, f. 10. janúar 1935, d. 16. mars 2020, og kona hans Anika Jóna Ragnarsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 14. desember 1934. Börn Aniku Jónu og Ármanns:<br> 1. Ragnheiður Ármannsdóttir, með B.A.-próf í frönsku og spænsku, M.A.-próf í alþjóðasamskiptum, leiðsögumað...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Eyjólfur Ármannsson lögmaður, alþingismaður, ráðherra fæddist 23. júlí 1969.
Foreldrar hans Guðjón Ármann Eyjólfsson skólastjóri, skólameistari, ritstjóri, f. 10. janúar 1935, d. 16. mars 2020, og kona hans Anika Jóna Ragnarsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 14. desember 1934.

Börn Aniku Jónu og Ármanns:
1. Ragnheiður Ármannsdóttir, með B.A.-próf í frönsku og spænsku, M.A.-próf í alþjóðasamskiptum, leiðsögumaður, f. 29. janúar 1963 í Eyjum. Fyrrum maður hennar Salvador Berengner. Maður hennar Leifur Björnsson.
2. Ragnar Ármannsson, læknir, sérfræðingur í svæfingum, f. 9. september 1965 í Eyjum. Kona hans Kristín Axelsdóttir.
3. Eyjólfur Ármannsson, lögmaður LL.M, alþingismaður, ráðherra, f. 23. júlí 1969 í Eyjum.
4. Kristín Rósa Ármannsdóttir, með M.A.-próf í lýðheilsuvísindum, hjúkrunarfræðingur, f. 27. október 1972 í Eyjum. Maður hennar Jón Heiðar Ólafsson.

Eyjólfur hefur próf frá East Aurora High School í New York-ríki 1988. Stúdentspróf MS 1989. Embættispróf í lögfræði HÍ 1998. Nám í Evrópurétti við Kaþólska háskólann í Leuven í Belgíu 1998. Hdl. 1999. Próf í verðbréfamiðlun 2000. LLM-próf í lögfræði frá Pennsylvaníuháskóla í Fíladelfíu í Bandaríkjunum. Fulltrúi hjá sýslumanninum í Hafnarfirði 1998–2000. Fulltrúi og héraðsdómslögmaður á Lögfræðistofu Sóleyjargötu 17 2000–2001. Aðalfulltrúi hjá sýslumanninum á Sauðárkróki 2001. Lögfræðingur á starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytis 2002–2004. Lögfræðingur, sviðsstjóri þjónustusviðs og fjármálastjóri hjá Skipulagsstofnun 2004–2006. Lögfræðingur á lánasviði hjá Fjármálaeftirlitinu 2006–2007. Aðstoðarsaksóknari í efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra 2007–2011. Í barnaverndarnefnd Reykjavíkur árið 2008. Lögfræðingur hjá DNB-banka í Ósló 2011–2013. Lögmaður, stofnandi og meðeigandi hjá VestNord Legal í Reykjavík 2013–2015. Lögfræðingur hjá Nordea-banka í Ósló 2015–2019. Lögfræðingur hjá Isavia 2019–2020. Sjálfstætt starfandi lögfræðingur 2020–. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra síðan 21. desember 2024.
Stjórnarmaður í handknattleiksdeild Víkings 2014–2015. Formaður Orkunnar okkar 2020–.
Alþingismaður Norðvesturkjördæmis síðan 2021 (Flokkur fólksins). Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra 2024–2025. Innviðaráðherra síðan 2025.
Allsherjar- og menntamálanefnd 2021–2024, fjárlaganefnd 2021–2024, utanríkismálanefnd 2021.
Íslandsdeild þingmannaráðstefnunnar um norðurskautsmál 2021–2024, Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 2022–2024.

Þau Susanne hófu sambúð, hafa eignast eitt barn.

I. Sambúðarkona Eyjólfs er Susanne Warloe frá Noregi, arkitekt, f. 19. mars 1983.
Barn þeirra:
1. Elín Eyjólfsdóttir, f. 6. apríl 2022.


Heimildir

  • Eyjólfur.
  • Heimaslóð.
  • Íslendingabók.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.