Kristín Rósa Ármannsdóttir
Kristín Rósa Ármannsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur. Hún er með MA-próf í lýðheilsuvísindum, fæddist 27. október 1972.
Foreldrar hennar Guðjón Ármann Eyjólfsson skólastjóri, skólameistari, ritstjóri, f. 10. janúar 1935, d. 16. mars 2020, og kona hans Anika Jóna Ragnarsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 14. desember 1934.
Börn Aniku Jónu og Ármanns:
1. Ragnheiður Ármannsdóttir, með B.A.-próf í frönsku og spænsku, M.A.-próf í alþjóðasamskiptum, leiðsögumaður, f. 29. janúar 1963 í Eyjum. Maður hennar Leifur Björnsson.
2. Ragnar Ármannsson, læknir, sérfræðingur í svæfingum, f. 9. september 1965 í Eyjum. Kona hans Kristín Axelsdóttir.
3. Eyjólfur Ármannsson, lögmaður LLM, alþingismaður, ráðherra, f. 23. júlí 1969 í Eyjum.
4. Kristín Rósa Ármannsdóttir, með M.A.-próf í lýðheilsuvísindum, hjúkrunarfræðingur, f. 27. október 1972 í Eyjum. Maður hennar Jón Heiðar Ólafsson.
Þau Jón Heiðar giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau búa í Rvk.
I. Maður Kristínar Rósar er Jón Heiðar Ólafsson bifreiðasmiður, rekur verkstæði, f. 20. mars 1971. Foreldrar hans Ólafur Heiðar Jónsson, f. 25. nóvember 1934, d. 22. apríl 2024, og Halldóra Hilmarsdóttir, f. 21. september 1937, d. 10. október 2024.
Börn þeirra:
1. Ólafur Viðar Jónsson, f. 27. apríl 2001.
2. Guðjón Ármann Jónsson, f. 11. febrúar 2007.
3. Anika Jónsdóttir, f. 14. júní 2009.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Kristín Rósa.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.