Valgerður Yngvadóttir
Valgerður Yngvadóttir, húsfreyja, rafmagnstæknifræðingur, framleislusérfræðingur við Álverið á Reyðarfirði, fæddist 23. nóvember 1968.
Foreldrar hennar Yngvi Geir Skarphéðinsson, skipstjóri, f. 18. október 1948, og kona hans Erla Fanný Sigþórsdóttir, húsfreyja, fiskvinnslukona, starfsmaður Bæjarins og Pósts og síma, f. 13. júní 1949.
Þau Magnús Birgir hófu sambúð, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Eyjum og í Danmörku og þar býr Birgir.
Þau Kári Elvar giftu sig, eiga ekki börn saman.
Valgerður býr á Reyðarfirði.
I. Fyrrum sambúðarmaður Valgerðar er Magnús Birgir Henrysson, sjómaður, verkamaður, f. 18. október 1968.
Börn þeirra:
1. Margrét Birgisdóttir, f. 29. október 1992.
2. Kristín Björk Birgisdóttir, f. 23. desember 1993.
3. Yngvi Geir Birgisson, f. 23. desember 1993.
II. Maður Valgerðar er Kári Elvar Arnþórsson, bifvélavirki, vinnur hjá Hringrás á Reyðarfirði, f. 11. nóvember 1969. Foreldrar hans Arnþór Reynir Magnússon, f. 28. desember 1931, d. 8. júlí 2022, og Erla Sigríður Hjaltadóttir, f. 10. júní 1941.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Valgerður.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.