Guðný Óskarsdóttir (Faxastíg 5)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 20. nóvember 2024 kl. 10:19 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. nóvember 2024 kl. 10:19 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Guðný Óskarsdóttir''', húsfreyja, formaður Snótar og síðan formaður Verkalýðsfélags Vestmannaeyja, verslunarmaður, fiskverkakona, fæddist 29. mars 1959 að Faxastíg 5.<br> Foreldrar hennar voru Óskar Elías Björnsson bifreiðastjóri, f. 27. október 1917, d. 4. desember 1989, og kona hans Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 22. júní 1922, d. 22. september 2014. Börn Sigríðar og Óskars...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðný Óskarsdóttir, húsfreyja, formaður Snótar og síðan formaður Verkalýðsfélags Vestmannaeyja, verslunarmaður, fiskverkakona, fæddist 29. mars 1959 að Faxastíg 5.
Foreldrar hennar voru Óskar Elías Björnsson bifreiðastjóri, f. 27. október 1917, d. 4. desember 1989, og kona hans Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 22. júní 1922, d. 22. september 2014.

Börn Sigríðar og Óskars Elíasar:
1. Ármann Halldór Óskarsson vélstjóri, framkvæmdastjóri í Reykjavík, f. 20. apríl 1941 í Hruna, d. 23. nóvember 1984.
2. Guðrún Óskarsdóttir, f. 26. maí 1945 á Staðarhól.
3. Margrét Sigríður Óskarsdóttir húsfreyja, f. 14. maí 1948 á Faxastíg 5, d. 24. apríl 2016.
4. Óskar Elías Óskarsson, f. 17. apríl 1955 á Sjúkrahúsinu.
5. Hannes Kristinn Óskarsson, f. 19. desember 1957 á Faxastíg 5, d. 21. janúar 1982.
6. Guðný Óskarsdóttir, f. 29. mars 1959 að Faxastíg 5.
7. Ármey Óskarsdóttir, f. 20. ágúst 1960 á Sjúkrahúsinu.

Guðný eignaðist barn með Valdimari 1994.
Hún býr við Vestmannabraut 57b.

I. Barnsfaðir Guðnýjar er Valdimar Guðmundsson, húsasmíðameistari, f. 25. júní 1958.
Barn þeirra:
1. Ármey Valdimarsdóttir Guðnýjardóttir, f. 11. apríl 1994.


Heimildir

Óskar Elías.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.