Óskar Elías Björnsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Óskar

Óskar Elías Björnsson fæddist 27. október 1917 og lést 4. desember 1989. Hann bjó á Litlu-Bolsastöðum við Faxastíg.

Frekari umfjöllun

Óskar Elías Björnsson sjómaður, bifreiðastjóri fæddist 27. október 1917 og lést 4. desember 1989.
Foreldrar hans voru Björn Sæmundsson matsveinn í Reykjavík, f. 16. júlí 1885 í Sælingsdal í Dal., drukknaði 15. janúar 1925, og kona hans Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 6. júlí 1894 í Grímsbæ á Stokkseyri, d. 18. september 1933.

Óskar var með foreldrum sínum í Reykjavík 1920. Faðir hans fórst af Snorra goða 1925.
Óskar var tökubarn hjá Gunnari Ásbjörnssyni bónda í Skipagerði í V-Landeyjum og konu hans Katrínu Jónsdóttur húsfreyju 1930.
Hann var vinnumaður á Leynimýri í Reykjavík 1940.
Þau Sigríður fluttust til Eyja, giftu sig 1941, eignuðust sjö börn.
Þau bjuggu í Berjanesi í fyrstu. Sigríður fæddi Ármann Halldór í Hruna 1941. Þau bjuggu á Staðarhól við fæðingu Guðrúnar 1945, á Faxastíg 5 við fæðingu Margrétar Sigríðar 1948 og síðan um langt skeið og þar bjuggu þau við andlát Óskars Elíasar 1989. Óskar Elías var sjómaður í fyrstu, síðan bifreiðastjóri við sorphreinsun bæjarins.
Hann lést 1989. Sigríður dvaldi að síðustu á Hraunbúðum. Hún lést 2004.

I. Kona Óskars Elíasar, (27. október 1941), var Sigríður Sigurðardóttir frá Hruna, húsfreyja, f. 22. júní 1922, d. 22. september 2004.
Börn þeirra:
1. Ármann Halldór Óskarsson, f. 20. apríl 1941 í Hruna, d. 23. nóvember 1984.
2. Guðrún Óskarsdóttir, f. 26. maí 1945 á Staðarhól.
3. Margrét Sigríður Óskarsdóttir, f. 14. maí 1948 á Faxastíg 5, d. 24. apríl 2016.
4. Óskar Elías Óskarsson, f. 17. apríl 1955 á Sjúkrahúsinu.
5. Hannes Kristinn Óskarsson, f. 19. desember 1957 á Faxastíg 5, d. 21. janúar 1982.
6. Guðný Óskarsdóttir, f. 29. mars 1959 að Faxastíg 5.
7. Ármey Óskarsdóttir, f. 20. ágúst 1960.

Myndir


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.