Frosti Gíslason

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. ágúst 2024 kl. 11:09 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. ágúst 2024 kl. 11:09 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Frosti Gíslason“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Frosti Gíslason, iðnaðartæknifræðingur, verkefnastjóri fæddist 13. desember 1977.
Foreldrar hans Gísli Matthías Sigmarsson, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 6. október 1937, d. 6. júní 2020, og kona hans Sjöfn Kolbrún Benónýsdóttir, húsfreyja, f. 15. apríl 1937.

Frosti nam við Menntaskólann í Reykjavík, varð stúdent af náttúrufræðibraut 1998, þar af eitt ár skiptinemi í Paraguay. Hann lauk B.Sc.- prófi í iðnaðartæknifræði í Tækniháskóla Íslands 2003 og hlaut viðurkenningu frá Tæknifræðingafélagi Íslands fyrir lokaverkefni sitt. Hann stundaði nám í Fab Academy og lauk diplómanámi í stafrænni framleiðslutækni.
Frosti lærði í Háskóla Íslands, lauk diplómanámi í opinberri stjórnsýslu 2022.
Hann hefur tekið þátt í skátastarfi í mörg ár, verið félagsforingi Skátafélagsins Faxa frá 2014. Hann var í stjórn Náttúruverndarsamtaka Vestmannaeyja frá 1999-2003, hefur frá 2014 setið í stjórn NORA, Norræna Atlantssamstarfsins, sem er ríkjasamstarf Grænlands, Íslands, Færeyja og strandhéraða Noregs og heyrir undir samstarf Norrænu ráðherranefndarinnar um byggðastefnu.
Í starfi hjá Þekkingarsetri Vestmannaeyja starfar Frosti við verkefnastjórn Fab Lab smiðjunnar í Vestmannaeyjum ásamt því að leiða samstarf Fab Lab smiðja á Íslandi. Auk þess sinnir hann handleiðslu fyrirtækja og frumkvöðla auk þess sem ýmis konar sérverkefni, s.s. á sviði dreifðrar hönnunar, dreifðrar framleiðslu, ásamt því að kenna stafræna framleiðslutækni í Fab Academy, eiga frumkvæði að, undirbúning og framkvæmd á Norrænni vinnustofu fyrir ungt fólk um nýsköpun í bláa hagkerfinu.
Í starfi hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands starfaði Frosti m.a. við handleiðslu fyrirtækja og frumkvöðla auk þess sem ýmis konar sérverkefni voru unnin og leyst. Dæmi um þau má nefna gerð fýsileikakönnunar fyrir uppsetningu Varmadælustöðvar í Vestmannaeyjum árið 2009, þar sem farið var yfir kostnaðarþætti og hagkvæmni uppsetningar og reksturs varmadælustöðvar í Vestmannaeyjum, verkefnið var svo kynnt fyrir stjórn HS veitna.
Fleiri dæmi um verkefni er samstarfsverkefni við RÚV, Vestmannaeyjabæ og fjölmörg félagasamtök í bænum, þegar s.k. Vigtartorg var gert og mótað með aðstoð um 1000 sjálfboðaliða og sjónvarpsþátturinn Flikk Flakk var gerður árið 2012. Þar var Frosti verkefnisstjóri og sá um stjórn og samhæfingu verkefnisins.
Verksmiðjan: Nýsköpunarkeppni ungs fólks var einnig áhugavert samstarfsverkefni sem unnið var með RÚV, Samtökum Iðnaðarins, Menntamálaráðuneytisins og fleiri aðila og voru m.a. 5 sjónvarpsþættir gerðir og sýndir. Þar var Frosti í verkefnastjórn.
En meginhlutverk Frosta hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands var frá upphafi:
Verkefnastjóri Fab Lab Íslands:
Uppbygging fyrstu Fab Lab smiðjunnar á Íslandi í Vestmannaeyjum 2008 og stuðningur við uppsetningu og rekstur annarra Fab Lab smiðja á Íslandi. Mótun starfseminnar á Íslandi, stefnumótunarvinna, uppsetning á námi í stafrænni framleiðslutækni á grunnskólastigi og framhaldsskólastigi, gerð kennsluefnis fyrir grunnskóla og framhaldsskóla, uppbygging Fab Academy og Fab Lab Íslands samstarfsnets Fab Lab smiðja á Íslandi.
Vestmannaeyjabær 2003-2008:
Framkvæmdastjóri Umhverfis-og framkvæmdasviðs:
Frosti bar ábyrgð og hafði yfirumsjón með Umhverfis-og framkvæmdasviði Vestmannaeyjabæjar og stofnana og starfsemi á þess vegum, hafði yfirumsjón með öllum verklegum framkvæmdum, útboðum,, undirbúningi, framkvæmd og eftirliti. Umhverfis-og framkvæmdasvið var á þessum tíma með daglega stjórnun skipulagsmála, umferðarmála, hafnarmála, byggingarmálefna, umhverfisskipulags, atvinnumála, fráveitumála, sorpmála, landfræðilegs upplýsingakerfis Vestmannaeyjabæjar, atvinnuátaksverkefnum hjá Vestmannaeyjabæ ásamt framkvæmdum á vegum bæjarins. Stofnanir sem tilheyrðu sviðinu á þeim tíma voru: Þjónustumiðstöð / Áhaldahús, Malbikunarstöð, Grjótnám, Sorpeyðingarstöð, Slökkvilið og Hafnarskrifstofa, fasteignir Vestmannaeyjabæjar, fráveita bæjarins.
Málaflokkar sviðsins: Atvinnumál, brunamál, búfjármál og dýrahald, byggingarmál, fráveitukerfi, hafnamál, gatnagerð, skipulagsmál og sorpeyðing.
Nefndir og ráð sem Frosti starfaði með, sat fundi og ritaði fundargerðir voru: Framkvæmda-og hafnarráð, Umhverfis-og skipulagsráð, Almannavarnanefnd.
Dæmi um verkefni: Endurskipulagning og stefnumótun reksturs Áhaldahúss/ Þjónustumiðstöðvar, gerð Aðalskipulags Vestmannaeyjabæjar 2002-2014, deiliskipulag miðbæjar Vestmannaeyja, bygging á leikskólanum Sóla, undirbúningur að gerð nýs útisvæðis sundlaugar Vestmannaeyja.
Varmaraf ehf.:
Sérverkefni við vöruþróun:
Smíði gagnagrunna um viðskiptavini, íhluti varmarafala, og vöruhugmyndabanka. Gagnaafritun fyrirtækisins og vefsmíði, www.varmaraf.is
Fyrsta árið vann Frosti við mælingar á eðlisfræðilegum þáttum vörunnar. Síðar unnið að hugmyndaleit og vinnslu á þeim og leit að nýjum mörkuðum sem eru áhugaverðir fyrir fyrirtækið, verkefnið, markaðstækifæri fyrir nýjan kerfisíhlut í orkukerfi, varmarafala, var styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna árið 2002.
2002, 2003:
Bonus Ortho System:
Ráðgjafi
Gerð þarfagreiningar fyrir pöntunarkerfi á bæklunarskóm í gegnum netið. Þróun tæknilausna fyrir næstu kynslóð BOS kerfisins.
2001-2003:
Skálholtsstaður og Stofnun um helgisiðafræði í Skálholti.
Verkefnisstjóri:
Gerð vefs fyrir Skálholtsstað og umsjón með smíði gagnagrunns um íslenskan trúar- og tónlistararf fyrir Stofnun um helgisiðafræði í Skálholti. www.skalholt.is.
1997,1998, 2002, 2003:
Veisluþjónustan- síðar Höllin- Karató sem varð síðar ,,Grímur kokkur“.
Ráðgjafi, vefsmiður, matsveinn:
Fyrstu árin sem matsveinn og við útkeyrslu. Síðar unnið við að gera gæðahandbók fyrir fyrirtækið og einnig veitt ráðgjöf varðandi vöruþróun og markaðsmál, einnig smíði vefja, og kom að hugmyndagerð, hönnun og vöruþróun fyrstu grænmetisrétta fyrirtækisins.
2000:
Eyjavefur www.eyjar.com
Vefsmiður.
Samstarfsverkefni milli Mannfræðistofnunar Háskóla Íslands, Landmats ehf og Vestmannaeyjabæjar um vef um Vestmannaeyjar og sögu þeirra, www.eyjar.com varð síðar að http://heimaslod.is/ . Verkefnið var styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna árið 2000.
Sjómennska:
Háseti og matsveinn:
Drífa Ve, Tunu frá Grænlandi, Emma Ve, Sigurfari Gk, Portland Ve, Gullborg Ve.

Þau Ingibjörg giftu sig 4. september 2010 og eignuðust fjögur börn. Þau búa við Vallargötu 14.

I. Eiginkona Frosta er Ingibjörg Grétarsdóttir, húsfreyja, f. 17. apríl 1979 í Eyjum.
Börn þeirra:
1. María Fönn Frostadóttir, f. 29. maí 2005 í Eyjum.
2. Tinna Mjöll Frostadóttir, f. 21. janúar 2008 í Eyjum.
3. Bjartey Dögg Frostadóttir, f. 10. ágúst 2011 í Eyjum.
4. Sandra Dröfn Frostadóttir, f. 3. mars 2013 í Eyjum.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.