Jóna Björg Guðmundsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 3. júlí 2024 kl. 19:48 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 3. júlí 2024 kl. 19:48 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Jóna Björg Guðmundsdóttir frá Nýhöfn, héraðskjalavörður fæddist 26. október 1965 og lést 16. júní 2024.

Foreldrar hennar voru Guðmundur Valdimarsson, fæddur 27. mars 1935, dó 3. janúar 2023, og Margrét Ólafsdóttir, fædd 29. júlí 1939, dó 1. janúar 2024.

Jóna Björg útskrifaðist sem bókasafnsfræðingur úr Háskóla Íslands 1989.

Hún var héraðsskjalavörður á Skjalasafni Vestmannaeyja frá 1989 til 2021.

Systur Jónu Bjargar eru:

1. Þórhildur Guðmundsdóttir, f. 11. febrúar 1959. Maður hennar Jón Valtýsson.

2. Sigríður Guðmundsdóttir, f. 8. ágúst 1967. Maður hennar Jens Karl Magnús Jóhannesson.

3. Hrefna Valdís Guðmundsdóttir, f. 29. september 1968. Maður hennar Jón Garðar Einarsson.

Frekari umfjöllun

Jóna Björg Guðmundsdóttir, héraðsskjalavörður, bókavörður fæddist 26. október 1965 og lést 16. júní 2024.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Valdimarsson, vélstjóri, f. 27. mars 1935, d. 3. janúar 2023, og kona hans Margrét Ólafsdóttir, f. 29. júlí 1939, d. 1. janúar 2024.

Börn Margrétar og Guðmundar:
1. Þórhildur Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 11. febrúar 1959. Maður hennar Jón Valtýsson.
2. Jóna Björg Guðmundsdóttir héraðsskjalavörður, f. 26. október 1965, d. 16. júní 2024.
3. Sigríður Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 8. ágúst 1967. Maður hennar Jens Karl Magnús Jóhannesson.
4. Hrefna Valdís Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 29. september 1968. Maður hennar Jón Garðar Einarsson.

Jóna Björg var með foreldrum sínum í æsku.
Hún vann unglingur í Vinnslustöðinni.
Jóna varð stúdent í Framhaldsskólanum í Eyjum 1985, lauk B.A.-prófi í bókasafns- og upplýsingafræði með sagnfræði sem aukagrein í HÍ 1990, varð löggiltur bókasafnsfræðingur 1991.
Hún var einn af stofnendum Félags bókasafns- og upplýsingafræðinga, Upplýsingu, 1999, varð heiðursfélagi í Félagi héraðsskjalavarða 2021.
Hún sat í ýmsum nefndum og átthagastjórnum, sat m.a. í stjórn Sögufélags Vestmannaeyja áratugum saman.
Jóna vann allan starfsferil sinn í Safnahúsi Vestmannaeyja, var héraðsskjalavörður frá 1989 til 2021 í hálfu starfi og bókavörður á Bókasafni Vestmannaeyja í hálfu starfi.
Jóna Björg bjó við Ásaveg 2. Hún lést 2024.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heimaslóð.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið. Minning Jónu Bjargar Guðmundsdóttur.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.