Gunnar Karl Haraldsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 10. apríl 2024 kl. 16:04 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 10. apríl 2024 kl. 16:04 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Gunnar Karl Haraldsson. '''Gunnar Karl Haraldsson''' frá Eyjum, félagsmálafræðingur fæddist þar 25. september 1994 og lést 28. febrúar 2021 á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja.<br> Foreldrar hans eru Haraldur Þorsteinn Gunnarsson rekstrarstjóri, f. 1. maí 1956, og kona hans Kristín Gunnarsdóttir, húsfreyja, bókari, f. 19. mars 1960. Bö...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Gunnar Karl Haraldsson.

Gunnar Karl Haraldsson frá Eyjum, félagsmálafræðingur fæddist þar 25. september 1994 og lést 28. febrúar 2021 á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja.
Foreldrar hans eru Haraldur Þorsteinn Gunnarsson rekstrarstjóri, f. 1. maí 1956, og kona hans Kristín Gunnarsdóttir, húsfreyja, bókari, f. 19. mars 1960.

Börn Kristínar og Haraldar:
1. Hrefna Haraldsdóttir, f. 28. apríl 1980. Fyrrum sambúðarmaður hennar Þorsteinn Elías Þorsteinsson. Maður hennar Ásgeir Bachmann.
2. Eyrún Haraldsdóttir, f. 26. mars 1985.
3. Gunnar Karl Haraldsson tómstunda- og félagsfræðingur, f. 25. september 1994, d. 28. febrúar 2021.

Gunnar var með foreldrum sínum í bernsku.
Hann varð stúdent í Framhaldsskólanum í Eyjum 2015, lauk B.A.-prófi í tómstunda- og félagsmálafræði í HÍ 2019. Hann hóf síðan framhaldnám í kennslufræði framhaldsskóla.
Gunnar vann ýmis störf, m.a. í félagsmiðstöðvum og í Reykjadal.
Hann var virkur þátttakandi í ýmsum félagsstörfum, m.a. í Vöku, ÍBV og í Liverpool-klúbbnum.
Gunnar lést 2021.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.