Þorsteinn Elías Þorsteinsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Þorsteinn Elías Þorsteinsson, knattspyrnuþjálfari, starfsmaður Garðyrkju, starfsmaður í Álverinu í Straumsvík og hjá Guðmundi Arasyni ehf., fæddist 14. janúar 1978 og lést 8. júní 2015.
Foreldrar hans Guðrún Elsa Guðlaugsdóttir húsfreyja, verkakona, starfsmaður Hraunbúða f. 28. nóvember 1946, d. 21. mars 2005, og maður hennar Þorsteinn Sigtryggsson sjómaður, f. 15. mars 1945 á Siglufirði.

Börn Guðrúnar og Þorsteins:
1. Snæborg Þorsteinsdóttir, f. 18. nóvember 1965.
2. Guðlaug Friðrikka Þorsteinsdóttir, f. 2. nóvember 1968.
3. Þorsteinn Elías Þorsteinsson, f. 14. janúar 1978, d. 8. júní 2015.

Þau Hrefna giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Eyjum og Kópavogi. Þau skildu.

I. Fyrrum kona Þorsteins Elíasar er Hrefna Haraldsdóttir, húsfreyja, deildarstjóri, f. 28. apríl 1980.
Börn þeirra:
1. Kolfinna Þorsteinsdóttir, f. 11. mars 2006.
2. Kristín Elsa Þorsteinsdóttir, f. 19. júní 2010.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.