Guðjón Kristinn Matthíasson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 6. febrúar 2024 kl. 14:40 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. febrúar 2024 kl. 14:40 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Guðjón Kristinn Matthíasson. '''Guðjón Kristinn Matthíasson''' sjómaður fæddist 30. apríl 1962 og lést 21. júlí 2001.<br> Foreldrar hans voru Matthías Guðjónsson sjómaður, f. 14. ágúst 1938, d. 19. mars 1984, og kona hans Lilja Ingrid Alexandersdóttir frá Siglufirði, húsfreyja, f. 31. október 1938, d. 23. maí 2022. Börn Lilju og Mat...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Guðjón Kristinn Matthíasson.

Guðjón Kristinn Matthíasson sjómaður fæddist 30. apríl 1962 og lést 21. júlí 2001.
Foreldrar hans voru Matthías Guðjónsson sjómaður, f. 14. ágúst 1938, d. 19. mars 1984, og kona hans Lilja Ingrid Alexandersdóttir frá Siglufirði, húsfreyja, f. 31. október 1938, d. 23. maí 2022.

Börn Lilju og Matthíasar:
1. Alexander Matthíasson, f. 11. júlí 1959. Kona hans Guðný Guðmundsdóttir.
2. Guðjón Kristinn Matthíasson, f. 30. apríl 1962, d. 21. júlí 2001. Kona hans Guðný Þórey Stefnisdóttir.
3. Þuríður Ósk Matthíasdóttir, f. 8. október 1967. Maður hennar Benedikt Þór Guðnason.
4. Lilja Matthíasdóttir, f. 15. febrúar 1971. Bansfaðir hennar Andersson.

Guðjón var með foreldrum sínum, á Boðaslóð 6 og á Minna-Núpi við Brekastíg og á Miðhúsum. Eftir gos bjuggu þau á Heiðarvegi 28.
Hann vann við fiskvinnslu, varð sjómaður á Sighvati Bjarnasyni VE. Frá 1988 var hann á Smáey VE og þar vann hann, er hann lést af slysförum 2001.
Þau Guðný Þórey hófu sambúð 1984, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu við Foldahraun 41B.

I. Sambúðarkona Guðjóns Kristins er Guðný Þórey Stefnisdóttir frá Siglufirði, húsfreyja, myndlistarkona, læknamiðill, f. 30. maí 1966. Foreldrar hennar Stefnir Guðlaugsson, f. 20. júlí 1933, d. 6. desember 1980, og Guðný Garðarsdóttir, f. 17. ágúst 1936, d. 13. apríl 2021.
I. Börn þeirra:
1. Ólafur Stefnir Guðjónsson starfsmaður Símans, f. 30. nóvember 1986. Sambúðarkona hans Heba Vatnsdal Jóhannesdóttir.
2. Aníta Guðjónsdóttir flugfreyja, f. 17. september 1989. Sambúðarmaður hennar Hrafn Dungal.
3. Agnes Guðjónsdóttir, f. 6. mars 1991. Hún vann á Sambýlinu í Eyjum. Barnsfaðir hennar Bjarki Már Vilhjálmsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.