Heimir Konráðsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 17. janúar 2024 kl. 11:16 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. janúar 2024 kl. 11:16 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Heimir Konráðsson. '''Heimir Konráðsson''' rafvirkjameistari fæddist 26. mars 1946 í Stafnesi við Heiðarveg 31.<br> Foreldrar hans voru Sigmundur Karlsson sjómaður, vélstjóri, slippstjóri, f. 23. september 1912 á Gamla-Hrauni á Eyrarbakka, d. 13. apríl 1994, og kona hans Klara Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 8. júlí 1917...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Heimir Konráðsson.

Heimir Konráðsson rafvirkjameistari fæddist 26. mars 1946 í Stafnesi við Heiðarveg 31.
Foreldrar hans voru Sigmundur Karlsson sjómaður, vélstjóri, slippstjóri, f. 23. september 1912 á Gamla-Hrauni á Eyrarbakka, d. 13. apríl 1994, og kona hans Klara Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 8. júlí 1917 á Heiðarbrún við Vestmannabraut 59, d. 23. janúar 1993.
Kjörforeldrar Heimis voru Konráð Guðmundsson verkstjóri í Kópavogi, f. 12. febrúar 1915 í Flekkuvík á Vatnsleysuströnd, d. 19. júní 2007, og Laufey Sigríður Karlsdóttir föðursystir Heimis, f. 15. ágúst 1919 á Gamla-Hrauni, d. 19. október 2020.

Heimir nam rafvirkjun í Iðnskólanum í Reykjavík, lauk sveinsprófi 1969. Meistari Sigurður R. Guðjónsson. Heimir varð meistari í Meistaraskóla Rafmagnseftirlits ríkisins og sat ýmis endurmenntunarnámskeið. Hann lauk prófum radíóamatöra 1987.
Hann vann hjá Sigurði R. Guðjónssyni, Þóri Lárussyni, Heilshæli NLFÍ og Guðjóni Pálssyni, var rafvirkjameistari og framleiðslustjóri hjá Emek hf. Hann var síðan rafvirkjameistari hjá Hótel Örk.
Heimir eignaðist barn með Björgu 1970.
Þau Eyrún giftu sig, eignuðust þrjú börn.

I. Barnsmóðir Heimis er Björg Óskarsdóttir, f. 3. júní 1950.
Barn þeirra:
1. Inga Heiða Andreasen Heimisdóttir, f. 4. janúar 1970.

II. Kona Heimis er Eyrún Ingibjartsdóttir kennari, f. 8. október 1952 í Jórvík í Sandvíkurhreppi, Árn. Foreldrar hennar Ingibjartur Magnús Bjarnason bóndi, f. 1. september 1921 á Rana í Mýrarhreppi, V.-Ís., d. 19. desember 1981, og Geirfinna Jónmundsdóttir, f. 30. júlí 1925 í Örnólfsdsal í Þverárhlíðarhreppi, Mýr., d. 3. nóvember 1957.
Börn þeirra:
2. Hrafnhildur Linda Heimisdóttir, f. 8. nóvember 1972.
3. Laufey Heimisdóttir, f. 2. nóvember 1974.
4. Hlynur Heimisson, f. 31. mars 1978.



Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.