Haukur Sigurðsson (Stakkagerði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 13. janúar 2024 kl. 12:54 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. janúar 2024 kl. 12:54 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Haukur Sigurðsson.

Haukur Sigurðsson frá Stakkagerði, stýrimaður, starfsmaður Sjómælinga Íslands fæddist 11. desember 1934.
Foreldrar hans voru Sigurður Bogason bókhaldari, skrifstofustjóri, f. 29. nóvember 1903, d. 20. nóvember 1969, og kona hans Matthildur Ágústsdóttir frá Stakkagerði, húsfreyja f. 28. júlí 1900, d. 18. júní 1984.

Börn Matthildar og Sigurðar:
1. Guðrún Ágústa Sigurðardóttir Brander, f. 26. desember 1927 í Valhöll.
2. Ragnheiður Sigurðardóttir, f. 20. mars 1929 í Valhöll.
3. Bogi Sigurðsson, f. 9. febrúar 1932 í Valhöll.
4. Haukur Sigurðsson, f. 11. desember 1934 í Valhöll.
5. Þórdís Sigurðardóttir, f. 2. febrúar 1939 í Stakkagerði, d. 24. desember 1994.
6. Þorsteinn Sigurðsson, f. 28. júlí 1940 í Stakkagerði.
7. Sigurður Sigurðsson, f. 20. mars 1943 í Stakkagerði.

Haukur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk farmannaprófi í Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1956.
Haukur var stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni 1956-1957, stýrimaður hjá A. P. Möller 1957-1959, skipstjóri við fiskveiðar í Eyjum 1959-1963, stýrimaður hjá Skipaútgerð ríkisins 1963-1973, síðan starfsmaður Sjómælinga Íslands frá 1973.
Þau Úrsúla giftu sig, eignuðust þrjú börn.

I. Kona Hauks er Úrsúla Barbel Regine Thiesen (Ursula Georgsdóttir) frá Þýskalandi, húsfreyja, f. 20. júlí 1937.
Börn þeirra:
1. Ágúst Friðrik Hauksson, f. 11. september 1960.
2. Ragnar Hauksson, f. 22. mars 1962.
3. Anna Lísa Hauksdóttir, f. 7. október 1971.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.