Þórdís Sigurðardóttir (Stakkagerði)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Þórdís Sigurðardóttir frá Stakkagerði-eystra húsfreyja, verslunarmaður, handavinnukennari, umsjónarmaður, síðast í Nesjaskóla, A-Skaft., fæddist 2. febrúar 1939 í Eystra-Stakkagerði og lést 24. desember 1994.
Foreldrar hennar voru Sigurður Bogason bókhaldari, skrifstofustjóri, f. 29. nóvember 1903, d. 20. nóvember 1969, og kona hans Matthildur Ágústsdóttir frá Stakkagerði, húsfreyja f. 28. júlí 1900, d. 18. júní 1984.
Börn Matthildar og Sigurðar:
1. Guðrún Ágústa Sigurðardóttir Brander, f. 26. desember 1927 í Valhöll.
2. Ragnheiður Sigurðardóttir, f. 20. mars 1929 í Valhöll.
3. Bogi Sigurðsson, f. 9. febrúar 1932 í Valhöll.
4. Haukur Sigurðsson, f. 11. desember 1934 í Valhöll.
5. Þórdís Sigurðardóttir, f. 2. febrúar 1939 í Stakkagerði, d. 24. desember 1994.
6. Þorsteinn Sigurðsson, f. 28. júlí 1940 í Stakkagerði.
7. Sigurður Sigurðsson, f. 20. mars 1943 í Stakkagerði.

Þórdís var með foreldrum sínum í æsku.
Hún vann afgreiðslustörf hjá Kaupfélaginu í Eyjum.
Síðar starfaði hún í kaupfélaginu í Mosfellsbæ.
Eftir skilnað þeirra Sveins varð hún handíðakennari og umsjónarmaður í Nesjaskóla í A-Skaft.
Þau Sveinn giftu sig 1957, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu á Brekastíg 32, síðan á Hólagötu 19. Þau byggðu húsið við Illugagötu 45 og bjuggu þar til Goss 1973.
Þau fluttu í Mosfellsbæ 1973, en skildu 1983.
Þau Guðbrandur stofnuðu sambúð og bjuggu í Nesjaskóla. Þórdís lést 1994.

I. Maður Þórdísar, (1957, skildu), var Sveinn Gíslason frá Hvanneyri, sjómaður, vélstjóri, f. 19. febrúar 1937, d. 23. apríl 2011.
Börn þeirra:
1. Matthildur Sveinsdóttir húsfreyja, fiskvinnslukona, f. 21. maí 1956. Maður hennar Pétur Sveinsson Matthíassonar.
2. Gísli Guðlaugur Sveinsson vélstjóri á Akureyri, rekur umbúðafyrirtæki, f. 18. ágúst 1960. Kona hans Ingigerður Ósk Helgadóttir.
3. Sigurbjörn Sveinsson, sölumaður, f. 19. júní 1965. Fyrrum sambúðarkona hans Guðfinna Gígja Gylfadóttir.

II. Sambúðarmaður Þórdísar er Guðbrandur Ragnar Jóhannsson kennari, f. 19. ágúst 1949 á Heydalsá í Steingrímsfirði, Strand. Foreldrar hans voru Jóhann Sigurður Guðmundsson verslunarmaður í Reykjavík, f. 29. ágúst 1922, d. 8. apríl 1994 og Vigdís Guðbrandsdóttir, síðar húsfreyja á Reyðará í Lóni, A-Skaft., f. 24. maí 1929, d. 21. september 2005.
Þau voru barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.