Aðalsteinn Ísleifsson (Ráðagerði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. janúar 2024 kl. 11:11 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. janúar 2024 kl. 11:11 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Aðalsteinn Sigurður Ísleifsson''' frá Ráðagerði við Skólaveg 19, öryrki fæddist 27. júlí 1921 í Birtingarholti við Vestmannabraut 61 og lést 10. nóvember 1950.<br> Foreldrar hans voru Ísleifur Sigurðsson útgerðarmaður, sjómaður, verkamaður, f. 4. apríl 1884, d. 18. febrúar 1960, og kona hans Valfríður Jónsdóttir húsfreyja, f....)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Aðalsteinn Sigurður Ísleifsson frá Ráðagerði við Skólaveg 19, öryrki fæddist 27. júlí 1921 í Birtingarholti við Vestmannabraut 61 og lést 10. nóvember 1950.
Foreldrar hans voru Ísleifur Sigurðsson útgerðarmaður, sjómaður, verkamaður, f. 4. apríl 1884, d. 18. febrúar 1960, og kona hans Valfríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 24. ágúst 1887, d. 19. júlí 1964.

Börn Valfríðar og Ísleifs:
1. Unnur Ágústa Ísleifsdóttir kjólasaumakona í Danmörku, f. 13. ágúst 1912 í Birtingarholti, d. 27. maí 1995.
2. Sigríður Fjóla Ísleifsdóttir húfreyja, sjúkrahússstarfsmaður í Svíþjóð, f. 14. desember 1913 í Birtingarholti, d. 23. september 1993.
3. Ásgeir Ísleifsson, f. 15. maí 1915 í Birtingarholti, d. 14. ágúst 1930.
4. Aðalsteinn Sigurður Ísleifsson öryrki, f. 27. júlí 1921 í Birtingarholti, d. 10. nóvember 1950.

Aðalsteinn var andlega fatlaður.
Hann var með foreldrum sínum, í Birtingarholti og í Ráðagerði.
Hann lést 1950.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.