Valfríður Jónsdóttir (Ráðagerði)
Valfríður Jónsdóttir húsfreyja í Ráðagerði fæddist 24. ágúst 1887 í Njarðvíkursókn og lést 19. júlí 1964.
Foreldrar hennar voru Jón Ólafsson vinnumaður á Kálfatjörn, f. 1863, og Sigríður Jónsdóttir vinnukona, f. 25. september 1851, d. 19. febrúar 1928.
Valfríður var tökubarn í Fjósakoti í Kálfatjarnarsókn 1890, var þar óskilgreind 1901.
Hún var ógiftur leigjandi í Reykjavík 1910.
Þau Ísleifur giftu sig 1911 og fluttust að Lambhaga á því ári, hann frá Hildisey, hún úr Reykjavík.
Þau reistu Birtingarholt ásamt Ágústi Jóni Guðmundssyni 1912 og bjuggu þar 1912-1922, voru komin í Ráðagerði 1923 með börnin.
Ásgeir sonur þeirra dó 1930.
Aðalsteinn Sigurður sonur þeirra var andlega heftur.
Dæturnar voru enn hjá þeim 1934, en farnar 1940.
Hjónin og Aðalsteinn bjuggu í Ráðagerði til dd.
Aðalsteinn lést 1950.
Ísleifur lést 1960 og Valfríður 1964.
Maður Valfríðar, (1911), var Ísleifur Sigurðsson útgerðarmaður, verkamaður, f. 4. apríl 1884, d. 18. febrúar 1960.
Börn þeirra hér:
1. Unnur Ágústa Ísleifsdóttir kjólasaumakona í Danmörku, f. 13. ágúst 1912 í Birtingarholti, d. 27. maí 1995.
2. Sigríður Fjóla Ísleifsdóttir húfreyja, sjúkrahússtarfsmaður í Svíþjóð, f. 14. desember 1913 í Birtingarholti, d. 23. september 1993.
3. Ásgeir Ísleifsson, f. 15. maí 1915 í Birtingarholti, d. 14. ágúst 1930.
4. Aðalsteinn Sigurður Ísleifsson öryrki, f. 27. júlí 1921 í Birtingarholti, d. 10. nóvember 1950.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.