Ingveldur Jónsdóttir (Hörgsholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 5. janúar 2024 kl. 17:45 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 5. janúar 2024 kl. 17:45 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Ingveldur Jónsdóttir húsfreyja í Hörgsholti og á Heiðarvegi 30 fæddist 3. maí 1904 á Syðri-Steinsmýri í Meðallandi, V.-Skaft. og lést 23. júní 1994.
Faðir hennar var Jón bóndi, síðast á Skálmabæjarhraunum í Álftaveri, f. 28. ágúst 1865 á Á á Síðu, d. 23 júní 1818 á Skálmabæjarhraunum, Eyjólfsson bónda á Á, f. 30. maí 1837, d. 11. janúar 1909, Guðmundssonar bónda á Á, f. 22. september 1800, d. 1861, Eyjólfssonar og konu Guðmundar, Margrétar húsfreyju, f. 23. október 1799, d. 1. júní 1873, Þorsteinsdóttur. Móðir Jóns Eyjólfssonar og kona Eyjólfs á Á var Guðlaug húsfreyja, f. 1836 (ókunn).

Móðir Ingveldar og kona Jóns Eyjólfssonar var Þuríður húsfreyja, f. 12. janúar 1872 í Langholti í Meðallandi í V-Skaft, d. 16. mars 1955 í Reykjavík, Oddsdóttir bónda, lengst í Langholti, f. 21. febrúar 1843, d. 6. október 1883, Bjarnasonar bónda, lengst á Syðri-Steinsmýri í Meðallandi, f. 16. febrúar 1809, d. 6. ágúst 1899, Gissurarsonar, og konu Bjarna, Þuríðar húsfreyju, f. 1816, d. 6. nóvember 1881, Ólafsdóttur.
Móðir Þuríðar húsfreyju Oddsdóttur var Ingveldur húsfreyja, f. 24. október 1840, d. 27. apríl 1911, Guðbrandsdóttir bónda, síðast á Syðsta-Fossi í Mýrdal, f. 1802, d. 21. maí 1840, Jónssonar, og konu Guðbrands, Gróu húsfreyju, f. 1798, d. 23. september 1843, Vigfúsdóttur.

Ingveldur var með foreldrum sínum á Syðri-Steinsmýri til 1910, á Á á Síðu 1910-1914, á Skálmabæjarhraunum í Álftaveri 1914-1919, var vinnukona á Mýrum þar 1919-1920, flutti þá til Eyja.
Þau Björn giftu sig 1926, eignuðust tvö börn.
Björn lést 1964 og Ingveldur 1994.

I. Maður Ingveldar, (5. júní 1926), var Einar Björn Sigurðsson verslunarmaður frá Pétursborg, f. 25. október 1895, d. 14. nóvember 1964.
Börn þeirra:
1. Ingibjörg Ágústa Björnsdóttir, húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 19. október 1926, d. 31. mars 2019.
2. Alda Björnsdóttir húsfreyja, f. 4. júlí 1928, d. 18. mars 2020.


Heimildir