María Kristín Matthíasdóttir
María Kristín Matthíasdóttir húsfreyja fæddist 20. desember 1852 í Landlyst og lést 4. febrúar 1920.
Foreldrar hennar voru Matthías Markússon trésmiður, f. 3. júní 1910 í Dýrafirði, d. 5. maí 1888, og kona hans Sólveig Pálsdóttir ljósmóðir, f. 8. október 1821 á Búastöðum, d. 24. maí 1886.
I. Maður Maríu var Einar Pálsson spítalahaldari, síðar verslunarmaður á Akureyri, f. 5. mars 1846, d. 17. maí 1912. Foreldrar hans voru Páll Jónsson prestur og sálmaskáld á Myrká í Eyjafirði, Völlum í Svarfaðardal og í Viðvík í Skagafirði, f. 27. ágúst 1812, d. 8. desember 1889, og fyrri kona hans Kristín Þorsteinsdóttir frá Laxárnesi í Kjós, húsfreyja, f. 16. febrúar 1808, d. 14. maí 1866.
Barn þeirra:
1. Matthías Einarsson yfirlæknir, f. 7. júní 1879 á Akureyri, d. 15. nóvember 1948 í Rvk.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1956.
- Læknar á Íslandi. Gunnlaugur Haraldsson. Þjóðsaga 2000.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.